English 

Minnumst eins börnin góð: Aftaka er ekki kreppusíða. Hún fæddist löngu fyrir þau þörfu tímamót.

Nú er þó nokkuð af óháðum og pólitískum miðlum á Íslandi. Við fögnum því og hvetjum alla góða Aftöku-sinna til að lesa þá í bland við ríkis- og fyrirtækjafjölmiðlana skítugu.Við verðum jú að muna að læra að þekkja óvini okkar.

— — —

Saving Iceland stóð í hárinu á yfirvöldum á meðan fjöldinn þagði og lagði þannig grunn að róttækri andspyrnu hér á landi. Vefsíða Saving Iceland er á mörgum tungumálum, fjallar um umhverfisbaráttuna hér heima sem og annars staðar í heiminum og hefur verið leiðandi á heimsvísu í greiningu sinni á grænþvotti yfirvalda og stórfyrirtækja.

Öskra! er nýstofnuð hreyfing byltingarsinnaðra stúdenta innan Háskóla Íslands. Öskra! kemur ekki nálægt hefðbundinni pulsupólitík Röskvu og Vöku, gleymir rifrildum um samlokugrill og malbikuð bílastæði. Í staðinn einbeitir Öskra! sér að beinum aðgerðum innan sem utan skólans, vegna málefna innan sem utan skólans. Skemmdarverk hópsins á auglýsingum stórfyrirtækja hafa vakið mikla athygli upp á síðkastið – meira að segja innan meginstraums fjölmiðla.

Andspyrna er stútfullt greinasafn um anarkisma. Og ekki orð um það meir.

Flóttamenn á Íslandi heldur utanum málefni flóttamanna, fjallar um stefnu yfirvalda gagnvart flóttamönnum og hvetur til beinna aðgerða gegn þessari stefnu. Enginn er ólöglegur! er þeirra slagorð.

Hústaka er ný síða um hústökur, hugmyndafræðina á bak við hústökur, sögur þeirra, fréttir af nýjum og gömlum hústökum, já, í raun allt sem við kemur því við að taka yfir svæði og lýsa það sem sjálfsstjórnarsvæði. Hústaka er pólitískt andóf og gagnast pólitísku andófi. Hér eru leiðbeiningar um hvernig er gott að bera sig að ef manni langar að gera hústöku.

Svartsokka er anarkísk systir Aftöku, fædd haustið 2009 og það er mikill fengur að henni.

Þorri Almennings er beitt bloggsíða kraftaskálds, þar sem sérsveitarsvín og forsetafrúr fá að gleypa eigin spörð.

Sápuópera er bloggsíða nornar sem sér í gegnum netblaður og bloggbull og hvetur til byltingar!

Leyniþjónusta götunnar er oft með góðar fréttaskýringar. Þessi er t.d. skemmtileg. [Uppfært í Október 2009: Leyniþjónustan virðist vera vant við látin... ]
Dagblaðið Nei. er okkar ágæta kommúníska systir, stofnuð eftir kreppu og hefur aldeilis vaxið ásmegin síðan þá. Fullt af blaðafólki, fullt af greinum og eitthvað af kjafti og óþekkt líka. [Uppfært í Október 2009: Frá því að þetta var skrifað hefur þó ýmislegt gerst. Þetta ,,fullt“ af blaðafólki stóð sig ansi illa svo ritstjórinn hætti að nenna að segja Nei. og er nú farinn að segja Já. við ýmsu - en þó ekki því sem hann sagði áður Nei. við. Nei.ið er því komið í hlé og verður sárt saknað... ]

Smugan hefur reyndar birt greinar um greddu sína í garð lögrugluforingjans þýska, Derrick, og virðist ekki þora að gagnrýna núverandi ríkisstjórn vegna þess að smugan er kostuð að vinstri fokking grænum. En má eiga það að birta oft áhugaverðari fréttir en stóru miðlarnir og oft ágætis greiningar á viðbjóðnum í samfélaginu, t.d. um umhverfismál og sexismann sem einkennir íslenskt samfélag eins og t.d. í þessari grein.

Eggin er gamalgróið óháð vefrit um samfélagsmál, sett af stað árið 2004.

Vantrú hefur í áraraðir verið eina raunverulega gagnrýnin á kirkjuna og vald hennar. Fyrir utan feiknagóðar greinar og greiningar hefur Vantrú staðið fyrir skemmtilegum aktívisma, t.d. spilað ólöglegt Bingó fyrir hádegi á Föstudaginn langa. Hátindurinn er þetta.

Lífsmörk kom út sem svokallað ,,kreppuhefti” anarkista í byrjun kreppu haustið 2008. Ekki á netinu heldur á pappír, en líka á tölvutæku formi. Fyrsta eintakið má sækja hér og annað eintakið hér. Engar yfirlýsingar hafa komið fram um framtíð Lífsmarka, hvorki um líf né dauða.


— — —

Erum við þá að gleyma einhverju sem skiptir máli?

8 Litlir Negrastrákar:
 1. Sigrún Gísladóttir segir, þann :

  Þið gleymið Saving Iceland sem endurhóf borgaralega óhlýðni og andkapítalíska baráttu á þessu landi eftir að allt slíkt hafði nánast legið niðri í nærri þrjátíu ár.

  Með baráttu sinni plægði Saving Iceland akurinn sem gerði núverandi andspyrnu grasrótarinnar mögulega. Ég og margir aðrir lítum nú á þetta starf Saving Iceland sem frábært brautryðjendastarf.

  Saving Iceland snéri þegar um 2004 fálmkenndri umhverfisbaráttu fyrir verndun hálendisins upp í baráttu gegn því raunverulegu afli sem ógnar bæði landi og þjóð: Kapítalismanum.

  Mér er kunnugt um einskonar stofnmanifesto Saving Iceland frá árinu 2004 sem Ólafur Páll Sigurðsson mun hafa verið höfundur að. Þetta skjal fór meðal umhverfissinna og er þar m.a. rætt um hvernig endurvekja eigi grasrótarbaráttu með beinum aðgerðum á Íslandi og nauðsynina á því að búa íslenska grasrót undir þjóðfélagsleg átök á borð við þau sem við stöndum nú frammi fyrir.

  Þetta kallast víst að vera á undan sínum tíma.

  Þegar allir þögðu meira eða minna yfir svínaríinu á Íslandi voru það Saving Iceland sem bentu stöðugt á valdníðsluna og spillinguna í stjórnkerfinu hérna og hvernig fjölmiðlarnir eru múlbundnir af fjármagninu og stjórnvöldum. Savingiceland.org er fjöltyngd og hefur um árabil verið efnismesta og langöflugasta umhverfisverndarsíða Íslands um leið er hún leiðandi á heimsvísu í greiningu sinni á “grænþvotti” ríkistjórna og stórfyrirtækja.

  Fleyg orð Gandhis eiga svo sannarlega við Saving Iceland: “First they ignore you. Then they ridicule you. Then they fight you. Then you win. ”

  Maður gleymir ekki þessu fólki, krakkar mínir.

 2. aftaka segir, þann :

  Sjitt!

 3. Sigrún Gísladóttir segir, þann :

  “…hefur í greiningu sinni á grænþvotti yfirvalda og stórfyrirtækja.”
  Það vantar eitthvað í þessa setningu!

  Takk annars fyrir skjót viðbrögð.

 4. aftaka segir, þann :

  Það var ekkert, bætum líka Vantrú í hópinn.

 5. Ingibjörg segir, þann :

  Þetta er frábær vefur var að finna hann. Til hamingju.

 6. Brandur segir, þann :

  Vantar hér Svartsokku.org!!

 7. Þorkólfur segir, þann :

  Það er ekkert anarkískt við pósítifisma vísindatrúar og öfga efnishyggju Vantrúar. Þeir eru svo trúaðir að þeir telja Aspartam hættulaust vegna ,,rannsókna” stórfyrirtækjanna. Þótt þræla og aumingasiður kristningja eigi allt vont skilið.

 8. Nonni segir, þann :

  Ég er sammála Þorkólfi með að vísindi eru ekki anarkismi, þó idealísk mynd vísinda byggist á anarkísku módeli dreifingu hugmynda (reyndin er því miður önnur, m.a. vegna viðskiptaleyndamála). Hinsvegar veit ég ekki alveg hvort öfgaefnishyggja af hinu vonda, eða er erfitt að samræma öfgaefnishyggju og anarkisma?

  Eins og ég skil orðið öfgaefnishyggja, þá myndi það þýða fyrir mér staðfastleg neitun á því að til sé sál. Er það eitthvað sem hefur áhrif á pólitík manns? Mig grunar reyndar að öfgaefnishyggjumenn séu líklegri en aðrir til að vera á móti kirkjunni, sem er hið fínasta mál.

  Geturðu svo bent mér á hvar Vantrú segir að aspartam sé hættulaust vegna þessara rannsókna? Ég las aðeins yfir greinin um hið illa aspartam, og þar finnst mér Vantrú fyrst og fremst hvetja fólk til að hugsa gagnrýnið. Það að Vantrú er almennt ekki trúuð á samsæriskenningar, finnst mér bara fínt. Samsærikenningar hjálpa ekki til við að skilja kjarnann frá hisminu, heldur festa mann bara í internetrifrildum sem engu máli skipta. ;-)

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in