English 

...

Í dag, miðvikudaginn 20. janúar, hefjast réttarhöld yfir lögreglumönnunum tveimur sem drápu hinn 15 ára Alexandros Grigoropoulos í Exarcheia hverfinu í Aþenu. Réttarhöldin fara fram í smábænum Amfissa, langt frá Aþenu og öðrum stórborgum landsins. Amfissa er dæmigerður grískur smábær með dæmigerð smábæjarvandamál, en með því að rétta í þessu heita pólitíska máli – skotárás sem leiddi af sér ótrúlegan tíma óeirða sem enn sér ekki endann fyrir – reynir gríska ríkið nú að einangra málið, fela það og loka því með þöggun.

Anarkistar hafa hins vegar boðað komu sína til Amfissa og þegar lítill hópur anarkista mætti þangað um daginn til að spjalla við heimamenn voru þeir síðarnefndu í óðaönn við að laga bæinn að grískum óeirðum; byrgja fyrir gluggar verslanna og annað í þeim dúr. Anarkistunum var þrátt fyrir það vel tekið og dreifðu þeir texta til bæjarbúa, þar sem m.a. segir:

Það vorum við, meðal annarra, sem kveiktum fyrstu eldana án þess að hafa hugmynd um hversu mikið mikill efniviður í bálköst bræðinnar er í kringum okkur. Og þessi eldur gerði okkur glöð. Ekki vegna gleðinnar sem því fylgir að eyðileggja, heldur vegna þess að eldurinn sýndi að hjarta hins kúgaða samfélags er enn á lífi. Eldarnir sönnuðu að heilaþvotturinn, hlýðniskennslan og alræði kerfisins, er götótt.

Kerfið hefur holur sem munu – þegar tíminn líður, eftir því sem efnahagskreppan heldur áfram, á sama tíma og kapítalistarnir krefjast þess að fá meira, á meðan goðsagnirnar og fölsku vonirnar sem yfirvöld rækta hrapa – verða vonin fyrir félagslegt frelsi, fyrir gagnárásir okkar allra, fyrir nýja Desembermánuði – og handan þeirra. Von fyrir okkur, ótti fyrir ríkið. Ríki sem lamdi fólk, kastaði táragassprengjum, framdi hundruðir handtaka, en tókst ekki að halda stjórn á nokkrum sköpuðum hlut.

Boðað hefur verið til mótmæla kl. 09:00 á aðaltorgi borgarinnar. Það verður svo sannarlega spennandi að sjá hvað verður úr þeim. Yfirlýsinguna alla má lesa hér.

Og það er margt fleira að gerast í Grikklandi. Við vildum gjarnan gefa tíma okkar og orku í að fjalla ítarlega um stöðu mála þar en það er að einhverju leyti óþarfi, þar sem mjög góðri síðu er haldið upp af Occupied London kollektívinu, þar sem nánast daglega birtast nýjar fréttir, tilkynningar og greinar um ástandið í Grikklandi – það sem þau kalla: After the Greek Riots.

Hér er svo eitthvað smáræði:

Laugardaginn 9. janúar sprakk sprengja við þinghúsið í Aþenu. Tvisvar var varað við sprengingunni svo lögreglan gæti rýmt svæðið og enginn (í það minnsta) almennur borgari særðist. Nokkrum dögum seinna lýsti skæruliðahópurinn Conspiracy of Cells of Fire verknaðinum á hendur sér með langri yfirlýsingu undir titlinum Democracy Shall Not Win!

Textinn er langur og áhugaverður – og má lesa í heildi sinni hér – og endar með kröfum sem fylgt er eftir með hótunum um frekari og harðari aðgerðir hópsins. Hópurinn krefst þess að öllum föngum sem handteknir hafa verið fyrir grunaða þátttöku í aðgerðum hans verði sleppt og dómsmál yfir þeim lögð niður. Auk þess minnist hans fallina félaga og lýsir yfir samstöðu með föngum sem dúsa í hvítum einangrunarklefum lýðræðisins.

Fimmtudaginn 14. janúar var ráðist gegn skrifstofu staðgengils dómsmálaráðherra Grikklands, en í lok nóvember síðasta árs var einmitt kveikt í þeirri sömu byggingu. Í þetta skiptið var árásin ögn hógværari, en segja má að árásargrúppan hafi skemmt skrifstofuna af tiltölulega miklum móð.

Þremur dögum áður, þann 11. janúar hófst hungurverkfall fanga í Greneva fangelsinu, sökum ömurlegs aðbúnaðar í fangelsinu. Á svipuðum tíma var kveikt í nokkrum bönkum í Aþenu, auk bygginga sem tengjast gríska hernum, en íveikjur og sprengingar í bönkum hafa einmitt átt sér stað reglulega síðasta eina og hálfa árið.

Egypskir fiskverkamenn nálægt Þessalóniku hafa verið í verkfalli í nokkurn tíma og frá og með mánudeginum síðasta hafa grískir bændur mótmælt ríkisstjórninni, m.a. með því að loka hraðbrautum. 15. janúar sprakk svo sprengja í fjölmiðlamálaráðuneytinu gríska. Skilaboðin voru einföld: Baráttan heldur áfram.

Við höldum áfram að fylgjast með því sem er að gerast í Grikklandi en mælum sterklega með After the Greek Riots síðunni. Nýtt eintak af Occupied London er einnig á leiðinni og má búast við því að það snúi að mjög miklu leyti að Grikklandi.

Þar að auki mælum við með því að fólk taki sér grískt andóf til fyrirmyndar.

4 Litlir Negrastrákar:
 1. Nafn segir, þann :

  mér leiðist – ég er að bíða eftir því að við öll vöknum aftur og förum að gera eitthvað

 2. BaraSteini segir, þann :

  hættu ad leiðast koddu að leika.

 3. BaraSteini segir, þann :

  það þarf bara einn gereinbeittann skemmdarvilja fylltann réttlátri reiði guðanna til að brjóta enni….

 4. gamla segir, þann :

  Mikið rétt, þetta er algjörlega eitthvað til þess að taka sér til fyrirmyndar.

  Fleiri örkumla lögguræfla 2010.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in