English 
Málefni: ,

...

Gefum okkur að valið standi á milli tveggja mismunandi heima. Annars vegar heims þar sem fólk býr, gengur um götur, á í samskiptum og átökum, heims þar sem stundum skín sól, stundum rignir og stundum hvín vindur; og hins vegar heims þar sem flýtur á bylgjum, byggir á örflögum og víraleiðslum, þar sem fólk er prófæll, snertist ekki, hvorki af ást né andúð, heldur drepur tímann við að uppfæra statusinn, gefa skyndiuppfærslur af því litla sem eftir er af raunverulegi lífi.

Við myndum öll velja fyrri kostinn, er það ekki?

Þegar iðnbyltingin steig sín fyrstu skref spratt upp í Englandi herská andspyrnuhreyfing vefnaðarhandverksmanna sem undir nafni hins dularfulla King Ludd, börðust gegn því að iðnbyltingin fengi að ganga í gegn. Ólíkt andstæðingum iðnaðarframfara dagsins í dag voru áhyggjur þeirra ekki af áhrifum hennar á náttúrulega umhverfið heldur fyrst og fremst félagslegt umhverfi mannsins.

Í dag, tvöhundruð árum seinna, kristallast áhyggjur hermanna King Ludd í einu orði; orði sem umlykur allt mannfélagið og hefur verið skipt út fyrir samskipti: Facebook. Raunveruleikinn rúmast nú í nokkra kílóa ál- eða plastboxi sem fingurnir fróa og augun stara á tímunum saman. Tilfinningar eru á tölvutæku formi og sambönd okkar stafræn. Bráðum getum við hætt að borða, skráð okkur í Facebook hópinn Matur, tengt USB-snúru í rassgatið og nærst við skjáinn.

Á Facebook geta allir verið vinir en þau fáu sem vita ennþá að vinátta er líka líkamleg og getur, ef hún staðnar ekki eins og klístrað lyklaborð, dýpkað og orðið þess virði að lifa lífinu í þessum annars óspennandi og firrta heimi… þau fá ekki að vera með. Allt er opið en lokað á sama tíma. Þú færð að vera með í leiknum, færð að vita allt og ekkert um alla og enga, ef þú bara fylgir settum reglum. Gefðu upp nafn þitt, sýndu af þér myndir, skrásettu „líf“ þitt – og viti menn: Sesam opnast!

Þegar Sesam opnast, opnast þú og hafir þú ekkert að fela er ekkert við þetta að athuga. Áfram gakk! Eignastu vini: löggur, skæruliða og allt þar á milli. Skráðu þig í hópinn: það er auðvellt, eins og að láta heimabankann um að millifæra mánaðarlega andvirði sígarettupakka til Unicef – og þú ert stikkfrí. Mættu á atburði: þú þarft ekki einu sinni að fara út úr húsi, sparar tíma og getur verið á mörgum stöðum í einu. Hentu frá þér brauðmola á mínútu frest til að slóð þín sé örugglega sýnileg.

Heimurinn gránar, fjölbreytni hverfur og minningin um tilveru þornar upp. Á sama tíma og stríðið gegn lífi heldur hindranalaust áfram er efnt til fjöldavanlíðan í kvikmyndahúsunum. Tárin leka niður undir þrívíddargleraugun en þau sem gráta vita ekki að hinu megin við glerið er heimur sem hægt er að snerta. Alls staðar er tilvera í tilvistarkreppu en þú tekur upp tölvuna og uppfærir statusinn.

Göturnar eru tómar – það eru allir á Facebook!

28 Litlir Negrastrákar:
 1. Pétur Þór segir, þann :

  Einmitt!

  Facebook heldur fólki af götunum. Allir skrá sig í endalausa „baráttuhópa“ sem á endanum gera ekki neitt.

  Nú er víst búið að stofna stuðningshóp fyrir fólkið sem er ákært fyrir innrásina í Alþingi – en hvers vegna fer allt þetta stuðningsfólk ekki út á götur og tekur þátt í baráttunni sem hin ákærðu stóðu fyrir?

  Annars eru þessir Facebook hópar búnir að sanna máttleysi sitt og tilgangsleysi, t.d. Helga Hós hópurinn. Mörg þúsund manns sem hefðu getað slökkt á Facebook í klukkutíma, komið sér niður að kirkjumálaráðuneyti og krafist þess sama og Helgi krafðist öll þessi ár. Yfirvöld gátu hunsað einn mann – en gætu þau hunsað þúsundir?

  Því kemst fólk allavega ekki að fyrr en það slekkur á Facebook.

 2. Frikki segir, þann :

  6th sense technology

  http://www.youtube.com/watch?v=mUdDhWfpqxg

  nice

 3. Brandur segir, þann :

  Fyrir mér er facebook ekki til.

  En því óviðkomandi vil ég segja þetta:

  Áhugavert er að sjá hvernig Smugan.is steinheldur kjafti yfir réttarhöldunum yfir fólkinu sem fór inn í Alþingihúsið.

  Hvernig væri að starta þar umræðum um svívirðileg ummæli VG-lagaapans Atla Gíslasonar í RUV um dómssmálið gegn Eldhúsbyltingarfólki.

  SMUGAN.is er gersamlega búin að komprómísera stöðu sína sem sjálfstæður vinstri miðill.

 4. Brandur segir, þann :

  Ég vil bæta því við að dómsmálaráðuneytið er undir stjórn Samfylkingarinnar. Í bananalýðveldinu Íslandi tengjast Ríki og dómsvald enn órjúfanlegum böndum.

  Samfylkingin var hluti af þeirri stjórn sem fólkið steypti síðasta vetur. Samfylkingin hefur því harma að hefna gegn fólkinu sem mótmælti í og við Alþingi í fyrra og hittifyrra.

  Þetta gerir ekki einungis Rögnu dómmálaráðherra vanhæfa í hvað varðar rekstur mála gegn eldhúsbyltingarfólki, heldur allt hennar ráðuneyti og dómskerfi.

  Rústum þessum kengúrudómi!

  Brennum Héraðsdóm næst þegar málið verður tekið fyrir!

 5. Brandur segir, þann :

  http://svartsokka.org/?p=751

 6. Kristleifur Dadason segir, þann :

  Facebook = ekki OK

  Aftaka.org = OK

  Yes! That’s einmitt it!

 7. Mara segir, þann :

  @ Kristleifur. Það er munur á heimasíðu eða bloggsíðu og síðan á eveonline eða fésbók ef þú sérð hann ekki þá myndi ég aðeins setja upp rýnisgleraugun aftur.

 8. B. segir, þann :

  Einmitt Kristleifur,
  við sjáum öll hvað fólkið á Aftöku er upptekið við að reporta lífi sínu hér á síðunni, birta af sér myndir og ganga í „stuðningshópa“.

  Þvílík hræsni maður!

 9. aftaka segir, þann :

  Skýr skilaboð til stjórnvalda, hvað varðar ákæruna á hendur villtustu börnum alþýðunnar, má finna hér:
  http://eyjan.is/goto/peturty/

  jeeee

 10. Nonni segir, þann :

  Þetta er fín grein, full af sannleika. Ég varð samt að segja, facebook til tekna, að það er fínasti fréttamiðill. Maður fréttir af atburðum, sem 1000 manns skrá sig á, en kannski bara 10 mæta. En maður frétti þó af honum og gat tekið þátt.

  Mér finnst fólk alveg jafn yfirlýsingaglatt í kommentum aftöku, án þess að nokkur geri nokkuð.

 11. Nafn segir, þann :

  Af hverju í andskotanum eru hinir 9 ákærðu alltaf kallaðir “krakkar” eða “unglingar” í netheimum, fæ ekki betur séð en að þetta sé fullorðið fólk.
  “Já þessir flippuðu grímuklæddu krakkar sem réðust á Alþingishúsið, leiðinlegt að þeir voru dæmdir á undan útrásarvíkingunum, en ágætt að öðru leyti”

 12. Bruni segir, þann :

  Atli Gíslason hefur lengi verið framsóknarfasisti og lögruglu rassborusleikja með kjaftinn fullan af valdbullusaur. Þar fyrir utan Feministfasisti sem vill öfuga sönnunarbyrði í þokkabót. Eyðum svona siðbótabullum.

 13. Nonni segir, þann :

  Kæri Bruni, mér þætti gaman að fá svar við eftirtöldu:
  Í hvaða skilningi hefur Atli Gíslason verið framsóknarfasisti? Í hvaða skilningi hefur hann verið lögruglurassborusleikja, umfram hinn almenna borgara? Þegar þú segir að hann hafi verið með kjaftinn fullan af valdbullusaur, áttu þá við að hann hafi lengi verið þingmaður? Hvað er Feministfasisti? Í hvaða málum hefur hann viljað öfuga sönnunarbyrði? Hvernig hefurðu í hyggju að eyða honum, og er hann fyrstur á lista yfir þá sem þú ætlar að eyða?

 14. Ég hef ekkert að fela... segir, þann :

  Facebook – CIA Profile Database

  http://www.youtube.com/watch?v=KpLNlSKugHw&feature=related

 15. Þegn Duld segir, þann :

  Facebook Killed the Private Life
  http://www.youtube.com/watch?v=azIW1xjSTCo&feature=related

 16. Þegn Duld segir, þann :

  Ef vinir þínir eru á Facebook er það merki um einkenni þess að þau sé farin að stunda málamiðlun við Stóru Lygina og selja henni rassgötin sín.

  Sannleikurinn um Stóru Lygina er hættur að skipta þau máli.

  Öll andspyrna gegn Stóru Lyginni er orðin tilganglaus fyrir þeim.

  Þau hafa sætt sig við hlutskipti þess að vera Þegnar Stóru Lyginnar. Sem slík hafa þau gengið í lið með kúgunaröflunum og eru meðsek í Stóra Þjóðfélagsglæpnum.

  Er það þess virði að halda við og rækta vinskap við þannig fólk?

  NEI. Slítum samskiptum við peðin í leikjum kúgaranna.

  http://www.youtube.com/watch?v=X7gWEgHeXcA&feature=related

 17. Nonni segir, þann :

  Ef vinir þínir eru í vinnu er það merki um einkenni þess að þau sé farin að stunda málamiðlun við Stóru Lygina og selja henni rassgötin sín.

  Sannleikurinn um Stóru Lygina er hættur að skipta þau máli.

  Öll andspyrna gegn Stóru Lyginni er orðin tilganglaus fyrir þeim.

  Þau hafa sætt sig við hlutskipti þess að vera Þegnar Stóru Lyginnar. Sem slík hafa þau gengið í lið með kúgunaröflunum og eru meðsek í Stóra Þjóðfélagsglæpnum.

  Er það þess virði að halda við og rækta vinskap við þannig fólk?

  NEI. Slítum samskiptum við peðin í leikjum kúgaranna.

 18. Nonni segir, þann :

  Húrra fyrir púrítanisma!

 19. Þegn Duld segir, þann :

  Nei, Nonni, þitt innlegg er rakalaus staðhæfing reist á vísvitandi hugtakaruglingi.

  En það er ekkert skrítið að slíkt skuli þér tamt í þessu samfélagi principlausrar og síblindrar málamiðlunar.

  Í þessu andrúmslofti hinnar algeru málamiðlunar þrífst vandníðslan og öll heilbrigð andspyrna verður léttvæg, og síðan svæfð í vambarskugga Valdsins.

 20. Nonni segir, þann :

  Já, það er rétt! Innleggið mitt var rakalaus staðhæfing. Mætti jafnvel tala um þvætting, ef maður vildi taka sér stór orð í munn. Takk fyrir að vekja athygli mína á þessu.

 21. Kristleifur Daðason segir, þann :

  Facebook er bara Facebook. Einhver heimasíða þar sem maður getur sett eitthvað sniðugt, og kíkt á eitthvað geðveikt flippað sem einhver annar hefur sett inn. Vei.

  Svo lokar maður Facebook og fer að gera eitthvað af viti.

 22. Nemo segir, þann :

  Hvet alla til þess að lesa þessa grein: http://andspyrna.org/grein.php?grein=96

 23. googg segir, þann :

  Mér finnst aðalega krípi og ógeðslegt hvernig facebook safnar ÖLLU saman í einn stórann gagnagrunn og eiðir engu. Sama þótt þú hendir myndunum þínum eða skilaboðum þá eiga þeir alltaf afrit. Þeir safna líka saman öllu litlu atriðinum: á hvaða linka fólk klikkar, hversu lengi þú skoðar hvern prófíl og hvað hvað þú gerir “like” við. Síðan eru næstum allir með í fb svo þarna er kominn stæðsti miðlægi gagnagrunnur um tengslanet í heimi. Leitarheimildir lögreglunar fyrir grunað fólk ná alveg jafn mikið inn í þennan gagnagrunn og aðra. Það þarf enga CIA samsæriskenningu til að sannfæra mig um að segja pass.

 24. Kristleifur Daðason segir, þann :

  googg, satt. Verð að viðurkenna það.

 25. Kristján segir, þann :

  úff hvað allt getur verið erfitt ef allir gera eitthvað, eða gera ekki eitthvað sem maður vill að fólk geri eða geri ekki!!! en eitt getur maður gert og það er að gera hlutina SJÁLFUR án þess að þurfa að FELA sig í fjöldanum vegna þess að maður hræðist valdstjórnina..
  ef fólk væri ekki á facebook þá væri það að horfa á sjónvarpið.
  og hvort er betra?

 26. nágríma segir, þann :

  Cutta á sæstrenginn aftur = ekkert facebook
  Cutta á rafmagnslínur=ekkert TV eða facebook
  Cutta á yfirvaldshálsa=minni kúgun

  Í staðinn fyrir að cutta á vinatengsl vegna FB eða annarra fáránlegra hluta er betra að cutta öll þessi viðbjóðslegu fyrirbæri sem búið er að sannfæra fólk um að séu grunnstoðir siðmenningarinnar og samfélagsins og skapa okkar eigið í staðinn án þess að vera kúguð af hugmyndum dauðra forfeðra okkar sem þröngvað var uppá okkur við fæðingu.

 27. Eva Hauksdóttir segir, þann :

  Facebook heldur fólki ekki af götunum. Þetta fólk sem skráir sig í hópa en gerir ekki neitt, var ekkert úti á götum að berjast fyrir réttlætinu áður en facebook kom til. Það var heima eða á kaffistofunni að nöldra, eða á blogginu að nöldra. Nú nöldrar það á facebook og hvað með það?

  Facebook er ekkert meiri gerviheimur en sjónvarp, bækur og tölvuleikir. Þetta er netsamfélag þar sem fólk getur skipst á skoðunum, haft upp á gömlum kunningjum og drepið tímann. Facebook æðið mun ganga yfir, rétt eins og bloggæðið, role-play æðið og tölvuleikja æðið. Það verður ákveðinn hópur sem notar þetta mikið en flestir munu missa áhugann og snúa sér að annarri, álíka ómerkilegri dægradvöl.

  Það er ekki facebook eða sjónvarpið sem slekkur á heilanum í fólki, heldur það almenna viðhorf að einstaklingurinn sé í heiminn fæddur til að þjóna einhverskonar yfirvaldi, ýmist geistlegu eða veraldlegu og þó oftar hvorutveggja.

  Eini ókosturinn við facebook er þessi upplýsingasöfnun, sem án nokkurs vafa er notuð til þess að telja okkur trú um að okkur vanti meira drasl. Sú upplýsingaöflun verður ekkert aflögð þótt facebook yrði lokað, heldur fyndi hún sér bara annan farveg.

 28. Escape.is » Vikan á netinu segir, þann :

  [...] Shared Út! Út! Drullið ykkur út af Facebook! [...]

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in