English 
Þú ert að skoða færslur flokkaðar undir Hné&Tær:

…en bendum á þetta:

Tögg: ,

...

Gefum okkur að valið standi á milli tveggja mismunandi heima. Annars vegar heims þar sem fólk býr, gengur um götur, á í samskiptum og átökum, heims þar sem stundum skín sól, stundum rignir og stundum hvín vindur; og hins vegar heims þar sem flýtur á bylgjum, byggir á örflögum og víraleiðslum, þar sem fólk er prófæll, snertist ekki, hvorki af ást né andúð, heldur drepur tímann við að uppfæra statusinn, gefa skyndiuppfærslur af því litla sem eftir er af raunverulegi lífi.

Gríslingurinn hefur látið orð falla í belg. Ávarpið má finna á hér, á útvarpi Aftöku undir titlinum „Ávarp gríslingsins“.

Góðar stundir!

gris2

Von er á jóla-andvöku Aftöku, Birni okkar Bjarnasyni og öðrum góðkunningjum Aftökunnar til gífurlegrar kátínu. En þangað til hvetjum við til að mynda til þessa:

Alvöru Íslendingar

Það er orðið alltof langt síðan þjóðernisrómantík átti sér stolta, opinskáa málssvara hér á Íslandi.

Af hverju heldur Aftaka fram slíkri fullyrðingu? Jú, það er vegna þess að fasisti í fasistabúningi er að því leyti skárri en fasisti í jakkafötum að það má fyrr þekkja hann úr mannþrönginni, þrengja að honum og grýta hann. Þó búningurinn sé kannski ekki alveg kominn á hreint þá er að minnsta kosti áhugavert að fylgjast með þróuninni í netheimum. Hér að neðan birtist innblásið þjóðernissinnaljóð, glóðvolgt af Moggablogginu.

Never trust a COP!

Stórslysið er raunverulegt fyrir augum okkar og loftslagsbreytingar eru eitt af mörgum einkennum þess. Óumflýjanlegt tal þeirra sem koma að COP15 um að ,,bjarga plánetunni frá loftslagshörmungunum“ er fyrst og fremst margbrotin blekking, gerð til þess að dulbúa raunverulegan tilgang COP15 fundarins: Að endurreisa réttlætingu hnattræns kapítalisma með því að setja af stað nýtt tímabil hins ,,græna“ kapítalisma. Ný orðræða þess að ,,bjarga loftslaginu“ var sett af stað til að réttlæta kúgun valdsins, víggirt landamærin og nýlendustríðin um auðlindir. Til að klæða keisarann í ný föt. Viðbrögð okkar við þessum skítugu lygum er án málamiðlanna – algjört NEI! við kerfinu.

Kúkur á kjörseðli

Hér er önnur tilraun til að sýna myndbandið sem fjarlægt var af YouTube: Kúkað á kerfið! – og í þetta skiptið verður það ekki fjarlægt. Við látum ekki skoðanakúgun og ritskoðun stöðva okkur.

Smellið hér til að sjá myndbandið.

Tögg:

Sjálfstæðisplokkfiskurinn birtir reglulega myndbönd á YouTube þar sem frambjóðendur kynna helstu stefnumálin og segja frá störfum flokksmanna í kosningabaráttunni. Af mynböndunum að dæma er alveg nóg að gera í pulsupólitíkinni og hoppukastalahúllumhæinu. Smellið hér til að heyra hvað Engeyjarfíflið hefur að segja.

…

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in