English 
Þú ert að skoða færslur flokkaðar undir Höfuð:

Forsíða

Svartur Svanur flýgur af stað í þriðja sinn. Baðar út vængjum sínum, fyllir himininn svertu og rífur í sundur þöggunarþoku yfirvalda og doða almennra valdleysingja. Svartur Svanur er árás, goggi og klóm er miskunnarlaust beint gegn bæði hægri og vinstri væng atvinnustjórnmálanna. Hann er árás á ríkjandi kerfi og menningu, grunngildi samfélagsins, hefðir þess og viðurkennda hegðun. Hann er algjör höfnun á núverandi ástandi, ákall á uppreisn og óhlýðni á öllum sviðum samfélagsins og hvatning til nauðsynlegs niðurrifs og skapandi andspyrnu.

...

Í dag, miðvikudaginn 20. janúar, hefjast réttarhöld yfir lögreglumönnunum tveimur sem drápu hinn 15 ára Alexandros Grigoropoulos í Exarcheia hverfinu í Aþenu. Réttarhöldin fara fram í smábænum Amfissa, langt frá Aþenu og öðrum stórborgum landsins. Amfissa er dæmigerður grískur smábær með dæmigerð smábæjarvandamál, en með því að rétta í þessu heita pólitíska máli – skotárás sem leiddi af sér ótrúlegan tíma óeirða sem enn sér ekki endann fyrir – reynir gríska ríkið nú að einangra málið, fela það og loka því með þöggun.

...

Hér að neðan er yfirlýsing hluta svartblokkarinnar í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn þann 12. desember sl. Yfirlýsingunni var dreift fyrir gönguna sem hélt svo í átt að Bella Centre, þar sem COP15, loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna átti sér stað. Stuttu eftir að gangan hófst voru rúður í dönsku verðbréfahöllinni og utanríkisráðuneytinu brotnar. Og þegar lögreglan hugðist handtaka hina svartklæddu, sem brugðust vitanlega við með herskáum hætti, reyndu meðlimir Climate Justice Action, einskonar regnhlífarhóps andófsins gegn COP15, að koma í veg fyrir að svartblokkin kæmist lengra í göngunni. Nú, þegar COP15 er löngu lokið, er umræðan um innri löggæslu og friðsemdarkröfur Climate Justice Action, rétt að byrja.

...

Í samfélögum mannsins þjóna dýragarðar sama hlutverki og grasblettir fyrir framan bensínstöðvar. Firring mannsins er svo gegnumgangandi og umlykjandi allt hans umhverfi, að hann finnur sig knúinn til að minna sig á það einstaka sinnum að það er annað og meira til í heiminum en hann sjálfur. Grasið við bensínstöðina – sem á sér reyndar afskaplega fáar fyrirmyndir í náttúrulega umhverfinu – mætir honum á hverjum degi en það virðist vera nóg að heimsækja dýragarðinn einstaka sinnum. Og þá helst á sunnudegi.

Tögg:

...

Borgaravernd minnir á smáborgaranna nú þegar vetur brestur á af fullum þunga.  Smáborgararnir þurfa fjölbreytta fæðu og eiginlega hefur hver tegund sinn matseðill. Og í kuldum brenna þeir miklu til að halda á sér hita.  Fita er það fóður sem hentar flestum borgurum vel í kuldum.

Sem dæmi um matseðla má nefna brauð, epli, fitu, kjötsag, matarafanga handa körlum, sólblómafræ eða páfagaukafræ handa konum, kurlaður maís og hveitikorn handa börnunum, að því er segir í tilkynningu.

Börkur Gunnarsson fór fyrir Íslands hönd í her NATÓ til Bagdad. Lýsingar hans á hátterni sínu þar lýsa opinskátt innræti fólks sem telur sig tilheyra heims elítunni. Aldrei hvarflar að honum að kalla sig og sína menn terrorista á meðan hann talar um uppreisnarmenn í Írak sem terrorista, hryðjuverkamenn. Aftaka ælir, ekki bara á Börk sem persónu heldur samfélagið og stofnanirnar sem skapa fólk eins og hann: heilaþvegin grey með þjóðernisstolt og karlrembu í veganesti.

Tögg:

...

Fyrirlestur Keith McHenry, stofnanda Food Not Bombs – í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 – Sunnudaginn 10. janúar – kl. 20:00.

Food Not Bombs er alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna árið 1980. Venjulegt fólk var orðið þreytt á því að horfa upp á ríkisstjórnina eyða gríðarlegum fjármunum í stríðsrekstur á ári hverju á meðan mikill fjöldi fólks býr á götunni og hefur ekki efni á mat. Í stað þess að bíða lengur eftir aðgerðum stjórnvalda tók fólk málin í sínar hendur og byrjaði að gefa þeim mat sem þurftu og vildu.

...

Nánast allir – allt frá kapítalismum til meginstraums umhverfissinna og anarkista – mæla nú með gífurlegri uppbyggingju öðruvísi iðnvæddri skipulagsgerð sem á að koma í stað hins mjög mengandi iðnaðs dagsins í dag, til að leysa vandamál loftslagsbreytinga. Þetta fólk segir að við þurfum meiri vindorku, meiri sólarorku og haforku, nýja rafmagnsbíla og orkusparandi heimilisáhöld. Ef við gefum okkur að gagnrýni á kapítalisma sé óalgeng þessa dagana, er gagnrýni á öðruvísi iðnhyggju enn sjaldgæfari. Hér eru nokkrar rökfærslur sem yfirleitt er haldið utan umræðunnar.

...

Eftirfarandi texti er þýddur af dönsku Indymedia síðunni:

Snemma morguns miðvikudaginn 16. desember, var ráðist gegn íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Eftirlitsmyndavél var gerð vanhæf með spreyi, íslenska skjaldamerkið afmyndað með sama hætti, grænni málningu var atað út um veggi hússins og á framhurð þess, og með stórum stöfum var ,,Græn orka – hreinar lygar“ m.a. skrifað.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in