English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu Aftaka:

burtttt

Aftaka.org kveður. Eftir tvö ár af skrifum, sköpun og gjörðum er komið nóg. En það er síður en svo komið nóg af róttækri og hispurslausri gagnrýni. Það er ekki komið nóg af andspyrnu gegn ríkjandi ástandi, kerfi og menningu. Það verður aldrei nóg af henni – sama í hvernig samfélagi við búum. Gagnrýni á ekki bara alltaf rétt á sér heldur er hún forsenda þess að samskipti flæði og staðni ekki. Hún er forsenda þess að fólk finni fyrir eigin mikilvægi í því umhverfi sem það býr í og það átti sig á því að það býr í samfélagi við annað fólk, með aðrar skoðanir.

Tögg:

Fyrr í dag birtum við tölfræðilega séð vinsælasta efni Aftöku síðustu tvö árin. Það var að mestu leyti tengt mótmælum og líkamlegu andófi og gaf þar af leiðandi fremur takmarkaða sýn á umfjöllunarefni okkar þessi tvö ár. Því settum við saman annan lista – okkar uppáhalds efni frá upphafi Aftöku.

geiri1

Tögg:

aftaka

Bravó! Aftaka á ammæli í dag og er orðin fullvaxta tveggja ára skrímsli með beittar tennur og óklipptar, skítugar táneglur. Í tilefni tryllidagsins höfum við tekið saman lista yfir mest skoðaða efni síðunnar frá upphafi. Seinna í dag, þegar rifinn gjafapappír þekur gólfið og nammiklístur læsir lyklaborðinu, mun ammælisbarnið drulla út úr sér öðrum lista: uppáhaldsefni Aftöku sjálfrar. Þangað til getið þið kætt ykkur eða grætt með upprifjun á vinsældarhátindum barnsins óblíða. Gjöriðisvovel:

Tögg:

Aftaka

Nú, þann 6. Október, er eitt ár liðið – já Aftaka tekur þátt í afmælisfögnuðinum líka – síðan eitt af fjölmörgum skaðræðisdýrum þessa þjóðfélags, Geir Hilmar Haarde, þáverandi forsætisráðhera, bað almættið og allsherjarvaldið Guðsa að blessa Íslands. Mörgum árum áður hafði Nietzche afhjúpað þær miklu fréttir að Guðsi væri dauður, sem þó var ekki nærri því eins merkileg frétt og þegar Aftaka afhjúpaði hina miklu frétta að Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væru krabbamein. Heyrst hefur að Aftaka muni hljóta Fálkaorðu Bessastaðatrúðsins, ef ekki Nóbelsverðlaunin fyrir þessa sögulegu og bráðnauðsynlegu afhjúpun.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in