English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu anarkismi:

Forsíða

Svartur Svanur flýgur af stað í þriðja sinn. Baðar út vængjum sínum, fyllir himininn svertu og rífur í sundur þöggunarþoku yfirvalda og doða almennra valdleysingja. Svartur Svanur er árás, goggi og klóm er miskunnarlaust beint gegn bæði hægri og vinstri væng atvinnustjórnmálanna. Hann er árás á ríkjandi kerfi og menningu, grunngildi samfélagsins, hefðir þess og viðurkennda hegðun. Hann er algjör höfnun á núverandi ástandi, ákall á uppreisn og óhlýðni á öllum sviðum samfélagsins og hvatning til nauðsynlegs niðurrifs og skapandi andspyrnu.

burtttt

Aftaka.org kveður. Eftir tvö ár af skrifum, sköpun og gjörðum er komið nóg. En það er síður en svo komið nóg af róttækri og hispurslausri gagnrýni. Það er ekki komið nóg af andspyrnu gegn ríkjandi ástandi, kerfi og menningu. Það verður aldrei nóg af henni – sama í hvernig samfélagi við búum. Gagnrýni á ekki bara alltaf rétt á sér heldur er hún forsenda þess að samskipti flæði og staðni ekki. Hún er forsenda þess að fólk finni fyrir eigin mikilvægi í því umhverfi sem það býr í og það átti sig á því að það býr í samfélagi við annað fólk, með aðrar skoðanir.

…en bendum á þetta:

Á anarkistavefnum Andspyrnu birtist nýlega greinin Ímynd og ofbeldi sem beinist gegn „íslenskum anarkistum“ og þá sérstaklega þeim anarkistum sem aðhyllast ofbeldisfullar andófsaðgerðir. Eftir lestur greinarinnar virðist sem greinahöfundurinn, sem kallar sig VV, beini flestum spjótum sínum að þessari vefsíðu, Aftöku, og umræðunni sem á henni fer fram, þó hann nefni hana aldrei á nafn. Dæmin sem hann tekur til rökstuðnings á máli sínu – dæmi sem hann snýr reyndar yfirleitt út úr og fer rangt með – virðast flest koma héðan og þar af leiðandi sjáum við ekki annað í stöðunni en að halda umræðunni gangandi og svara skrifum VV.

Tögg:

Hér er áhugaverð heimildarmynd um anarkista á Spáni á fyrriparti seinustu aldar:

(eitthvað í líkingu við manifestó fyrir yfirstandandi kjörtímabil… hálfu ári eftir kosningar)

Já, Aftaka hatar vinstri stjórnina, alveg jafn mikið og hvaða hægri stjórn, miðstjórn eða hvaða aðra stjórn sem mögulega gæti setið við völd.

vinstri

Af hverju?

Ekki vegna þess að Samfylkingin braut loforð sín um ,,Fagra Ísland“ – umhverfispopúlisma sinn fyrir alþingiskosningarnar vorið 2007 – um leið og hún skreið undir sæng hjá Sjálfstæðisflokknum á þingvöllum það sama vor.

Hver kveikti eldinn?

Hvað vilja anarkistar gera við börnin? Skólar eða ekki skólar? Hver á að sjá um börnin á meðan foreldrar vinna fyrir lifibrauði? Hvað gerist þegar konu er nauðgað í anarkistasamfélagi? Hvernig dílar anarkistasamfélag við barnaníðinga? Með hverju mæla anarkistar til að leysa vandamál íslensku þjóðarinnar?

Svona hljóma spurningar sem Aftöku barst frá lesanda síðunnar sem aldrei hefur hitt anarkista sem ekki er með böll og heldur því fram að vegna þess hversu langt frá okkar raunveruleika stjórnleysishugmyndin sé, komist þessir manarkistar hjá því að svara erfiðum spurningum á borð við þessar.

Svartur Svanur

Svartur Svanur hefur sent frá sér eftirfarandi skilaboð.

Annað eintakið af íslenska anarkistatímaritinu Svörtum Svani er komið út og nú eru vængirnir breiðari og goggurinn beittari. Fyrsta eintakið kom út í febrúar og endaði í höndum ófárra hugmyndaþyrsta einstaklinga, m.a. fjölda þeirra sem sóttu mótmælafundi Radda Fólksins á Austurvelli, sem á þeim tímapunkti voru að syngja sitt síðasta. Fyrsti Svanurinn var að vissu leyti einfaldur og auðlesinn; virkaði fyrst og fremst sem kynning á þessari hugmynd – anarkisma – sem er enn frekar ný og óþekkt hér á landi. Viðbrögðin voru vonum framar og lítið er eftir eftir af fyrsta upplaginu.

Tögg:

Dygg og góð sjálfstæðislömb skora nú á raunverulegan leiðtoga sinn að stíga úr skugganum og leiða þau í ljósið. Þennan fögnuð má sjá á nýopnaðri fésbókarsíðu lambanna. Aftaka skorar líka á leiðtogann mikla að gera höfðinglegt góðverk:

Fylgið Leiðtoganum

…

Andspyrna hefur gefið út nýja bók, Ríkið eftir mannfræðinginn og anarkistann Harold Barclay. Eftir Barclay liggja bækur eins og People Without Government, an anthropology of anarchy og Culture and Anarchism.

Barclay útskýrir í þessari bók hvernig valdamikill forréttindahópur hefur rænt stjórnun á samfélaginu. Ríkið hefur náð algerum yfirráðum með stjórn sinni á atvinnu, viðskiptum, landbúnaði og auðlindum. Hann rekur sögu ríkisins í samfélögum manna útfrá sjónarhorni mannfræðinnar, rekur hvaða þættir þurfa að vera til staðar í samfélagi til þess að ríki fúnkeri og veltir upp spurningunni hvort að ríkið sé virkilega nauðsynlegt eða hvort skipuleggja ætti samfélagið án þess.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in