English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu andóf:

Forsíða

Svartur Svanur flýgur af stað í þriðja sinn. Baðar út vængjum sínum, fyllir himininn svertu og rífur í sundur þöggunarþoku yfirvalda og doða almennra valdleysingja. Svartur Svanur er árás, goggi og klóm er miskunnarlaust beint gegn bæði hægri og vinstri væng atvinnustjórnmálanna. Hann er árás á ríkjandi kerfi og menningu, grunngildi samfélagsins, hefðir þess og viðurkennda hegðun. Hann er algjör höfnun á núverandi ástandi, ákall á uppreisn og óhlýðni á öllum sviðum samfélagsins og hvatning til nauðsynlegs niðurrifs og skapandi andspyrnu.

burtttt

Aftaka.org kveður. Eftir tvö ár af skrifum, sköpun og gjörðum er komið nóg. En það er síður en svo komið nóg af róttækri og hispurslausri gagnrýni. Það er ekki komið nóg af andspyrnu gegn ríkjandi ástandi, kerfi og menningu. Það verður aldrei nóg af henni – sama í hvernig samfélagi við búum. Gagnrýni á ekki bara alltaf rétt á sér heldur er hún forsenda þess að samskipti flæði og staðni ekki. Hún er forsenda þess að fólk finni fyrir eigin mikilvægi í því umhverfi sem það býr í og það átti sig á því að það býr í samfélagi við annað fólk, með aðrar skoðanir.

…en bendum á þetta:

„Atvinna er andstaða sköpunar, því sköpun er leikur.“

moka-skit

Afhverju ættum við að eyða tíma okkar og orku í að vinna þegar við getum sleppt því og lifað skemmtilegu og raunverulegu lífi, þar sem við skiljum að natni við garðinn okkar skilar okkur betri næringu og að rigningin er raunverulega drykkjarvatn, lífgjafi? Það er í raun ótrúlegt og svona margir láti bjóða sér að sóa lífi sínu í að vinna fyrir fyrirtæki og stofnanir í stað þess að hafa allan tímann fyrir það sem það raunverulega langar að gera. Hvert unnið og greitt handtak innan þessa kerfis er vatn á mylluhjól samfélagsins en til hvers að láta hjól þessa samfélags snúast? Hvert hefur það leitt okkur hingað til?

Á anarkistavefnum Andspyrnu birtist nýlega greinin Ímynd og ofbeldi sem beinist gegn „íslenskum anarkistum“ og þá sérstaklega þeim anarkistum sem aðhyllast ofbeldisfullar andófsaðgerðir. Eftir lestur greinarinnar virðist sem greinahöfundurinn, sem kallar sig VV, beini flestum spjótum sínum að þessari vefsíðu, Aftöku, og umræðunni sem á henni fer fram, þó hann nefni hana aldrei á nafn. Dæmin sem hann tekur til rökstuðnings á máli sínu – dæmi sem hann snýr reyndar yfirleitt út úr og fer rangt með – virðast flest koma héðan og þar af leiðandi sjáum við ekki annað í stöðunni en að halda umræðunni gangandi og svara skrifum VV.

Tögg:

...

Fyrirlestur Keith McHenry, stofnanda Food Not Bombs – í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87 – Sunnudaginn 10. janúar – kl. 20:00.

Food Not Bombs er alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna árið 1980. Venjulegt fólk var orðið þreytt á því að horfa upp á ríkisstjórnina eyða gríðarlegum fjármunum í stríðsrekstur á ári hverju á meðan mikill fjöldi fólks býr á götunni og hefur ekki efni á mat. Í stað þess að bíða lengur eftir aðgerðum stjórnvalda tók fólk málin í sínar hendur og byrjaði að gefa þeim mat sem þurftu og vildu.

Algengt er að fólk sé feimið við að kassta yfirmanninum en á sama tíma eigi fæstir erfitt með að sparka í sér lægri settann mann. Aftaka bendir á góða uppskrift til að losan við yfirmenn, forstjóra og aðra valdasjúklinga:

Síðustu vikur hafa miklar gleðifréttir borist frá kjarnsteini fasismans, Ítalíu. Fyrr í desember tók heiðvirð og einstaklega heilbrigð manneskja sig til og kastaði líkani af dómkirkjunni í Mílanó í andlit Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins. Og nú á aðfangadegi kristinna jóla, tók heilbrigð skynsemi völdin á ný þegar mannskepna ein stökk yfir öryggisgrindverk og réðst á páfagöndulinn Benedikt XVI!

Tögg: ,

Shell

Frá því á föstudag hafa stórar andófsaðgerðir átt sér stað í Kaupmannahöfn, gegn Cop15 – loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Ef við leyfum okkur að setja allt andófsfólk undir einn hatt má segja að undan honum skríði þeir fram í þremur fylkingum, gróflega skipt upp eftir pólitískri sýn á ráðstefnuna og aðferðum.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in