English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu andspyrna:

...

Í dag, miðvikudaginn 20. janúar, hefjast réttarhöld yfir lögreglumönnunum tveimur sem drápu hinn 15 ára Alexandros Grigoropoulos í Exarcheia hverfinu í Aþenu. Réttarhöldin fara fram í smábænum Amfissa, langt frá Aþenu og öðrum stórborgum landsins. Amfissa er dæmigerður grískur smábær með dæmigerð smábæjarvandamál, en með því að rétta í þessu heita pólitíska máli – skotárás sem leiddi af sér ótrúlegan tíma óeirða sem enn sér ekki endann fyrir – reynir gríska ríkið nú að einangra málið, fela það og loka því með þöggun.

...

Hér að neðan er yfirlýsing hluta svartblokkarinnar í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn þann 12. desember sl. Yfirlýsingunni var dreift fyrir gönguna sem hélt svo í átt að Bella Centre, þar sem COP15, loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna átti sér stað. Stuttu eftir að gangan hófst voru rúður í dönsku verðbréfahöllinni og utanríkisráðuneytinu brotnar. Og þegar lögreglan hugðist handtaka hina svartklæddu, sem brugðust vitanlega við með herskáum hætti, reyndu meðlimir Climate Justice Action, einskonar regnhlífarhóps andófsins gegn COP15, að koma í veg fyrir að svartblokkin kæmist lengra í göngunni. Nú, þegar COP15 er löngu lokið, er umræðan um innri löggæslu og friðsemdarkröfur Climate Justice Action, rétt að byrja.

Banki brennur í Aþenu

Í kjölfar bankahrunsins síðasta haust var mikið um yfirlýsingar – en minna um aðgerðir. Textanum hér að neðan – Hví ekki að brenna bankana? – var dreift á mótmælafundum í skemmtilegu formati með veggspjaldi sem sýndi stóran hóp reiðs fólks á leiðinni í bankann að gera upp. Eins og er hafa engir bankar brunnið en veggspjaldið hangir nú á ísskápum og eldhúsveggjum um alla borg og texti þess er hálfmarklaus á meðan honum er ekki fylgt eftir.

...

Bíðandi fyrir utan þinghúsið í Kaupmannahöfn. Umkringd tugþúsundum manna, litríkum fánum, ísbjarnabúnigum og kröfuspjöldum. Í hljóðkerfinu heyrist í manni sem hegðar sér eins og uppistandari á árshátíð. Loftslagshysterían er í hámarki en hér er samt jökulkalt.

Act Now! – aumkunarvert ákall valdleysingjanna til stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga heimsins, um að bjarga ísbjörnum, hafa hemil á hækkun hitastigs, færa heiminum lausnir sem krefjast engra kerfisbreytinga.

Hústökuhreyfingin í Hollandi er í hættu. Lög gegn hústökum eru líkleg til að ganga í gegn á næstunni. Hreyfingin kallar á aðgerðir, hvar sem er í heiminum; hún kallar á samstöðu og einbeitningu í baráttunni gegn kapítalistum allra landa. Hér eru tvö áköll frá hollensku hústökufólki.

— — —

Ertu glæpamaður eða ertu heimilislaus? Veldu!

Never trust a COP!

Stórslysið er raunverulegt fyrir augum okkar og loftslagsbreytingar eru eitt af mörgum einkennum þess. Óumflýjanlegt tal þeirra sem koma að COP15 um að ,,bjarga plánetunni frá loftslagshörmungunum“ er fyrst og fremst margbrotin blekking, gerð til þess að dulbúa raunverulegan tilgang COP15 fundarins: Að endurreisa réttlætingu hnattræns kapítalisma með því að setja af stað nýtt tímabil hins ,,græna“ kapítalisma. Ný orðræða þess að ,,bjarga loftslaginu“ var sett af stað til að réttlæta kúgun valdsins, víggirt landamærin og nýlendustríðin um auðlindir. Til að klæða keisarann í ný föt. Viðbrögð okkar við þessum skítugu lygum er án málamiðlanna – algjört NEI! við kerfinu.

WWIV

Öskra! – hreyfing byltingarsinnaðra stúdenta, hefur nú tekið við skipulagningu Andspyrnubíósins sem fór fram veturna 2007 og 2008. Annan hvern þriðjudag mun Öskra! sýna róttækar kvikmyndir um andspyrnu fólks gegn þeim öflum sem standa fyrir ofbeldi og algjörri stjórnun á mannlegu samfélagi, eyðileggingu plánetunnar, stríðum, kúgun og ójöfnuði. Sýningarnar fara fram í stofu 101 í byggingunni Odda, Háskóla Íslands og hefjast kl. 19:30. Eftir sýningarnar fara fram umræður.

Tögg:

valdelskandi múnkurinn

Er raunverulegur munur á leiðtogum, hvort sem þeir titla sig andlega eða stjórnmálalega leiðtoga heillrar ,,þjóðar“? Margt fólk í Bandaríkjunum leit ekki á Bush sem sinn leiðtoga frekar enn nokkurn annan og sömu sögu er að segja um marga sem búa í Tíbet; Dalai Lama talar ekki þeirra máli og þau líta ekki á hann sem sinn leiðtoga. Dalai Lama var valin af yfirstétt munka til að halda í hefðina um kynsveltan, karlkyns sjáanda sem stjórnast með andlegt líf Tíbeta.

Tögg:

…

Snemma á fimmtudaginn síðasta var kveikt í sex vögnum lestarkerfisins í Aþenu og þeir sprengdir í loft upp. Aðgerðin var framkvæmd til stuðnings Konstantinu Kuneva, búlgörsku konunni sem ráðist var á vegna í desember þátttöku hennar í verkalýðsbaráttu. Í síðustu viku brutust einnig út átök í and-fasískum mótmælaaðgerum, sem enduðu með því að kveikt var í höfuðstöðvum nýnasista-samtaka.

Tögg:

Mótmælt

Síðasta vika var spennuþrungin í Grikklandi. Verkföll lækna og strætisvagna- og vörubílstjóra, samstöðumótmæli með Konstantinu Kouneva sem svo brutust út í óeirðir og endurkoma borgarskæruliðahópa eru meðal þess sem átt hefur sér stað.

Konstantina Kouneva er kona, móðir, innflytjandi og verkalýðsfulltrúi. Hún starfaði fyrir hreingerningafyrirtækið OIKOMET og barðist hart fyrir réttindum verkafólks. Mánudaginn 22. desember sl. þegar hún var á leið frá vinnu sinni var ráðist á hana og banvænni sýru hent framan í hana. Ástæða árásarinnar var pólitísk: þrautseig barátta hennar fyrir réttindum sínum og samverkafólks síns – gegn yfirmönnum sínum. Talið er fyrir víst að árásin hafi átt sér stað af hálfu fyrirtækisins.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in