English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu bækur:

Forsíða

Svartur Svanur flýgur af stað í þriðja sinn. Baðar út vængjum sínum, fyllir himininn svertu og rífur í sundur þöggunarþoku yfirvalda og doða almennra valdleysingja. Svartur Svanur er árás, goggi og klóm er miskunnarlaust beint gegn bæði hægri og vinstri væng atvinnustjórnmálanna. Hann er árás á ríkjandi kerfi og menningu, grunngildi samfélagsins, hefðir þess og viðurkennda hegðun. Hann er algjör höfnun á núverandi ástandi, ákall á uppreisn og óhlýðni á öllum sviðum samfélagsins og hvatning til nauðsynlegs niðurrifs og skapandi andspyrnu.

…

Andspyrna hefur gefið út nýja bók, Ríkið eftir mannfræðinginn og anarkistann Harold Barclay. Eftir Barclay liggja bækur eins og People Without Government, an anthropology of anarchy og Culture and Anarchism.

Barclay útskýrir í þessari bók hvernig valdamikill forréttindahópur hefur rænt stjórnun á samfélaginu. Ríkið hefur náð algerum yfirráðum með stjórn sinni á atvinnu, viðskiptum, landbúnaði og auðlindum. Hann rekur sögu ríkisins í samfélögum manna útfrá sjónarhorni mannfræðinnar, rekur hvaða þættir þurfa að vera til staðar í samfélagi til þess að ríki fúnkeri og veltir upp spurningunni hvort að ríkið sé virkilega nauðsynlegt eða hvort skipuleggja ætti samfélagið án þess.

Vert er að vekja athygli á Bókasafni Andspyrnu, íslensku bókasafni anarkista.

Dansað á ösku daganna

Anarkismi og allar þær hugmyndir og stefnur sem undir hann flokkast, eru líklega þær hugmyndir sem verða fyrir hvað mestu aðkasti þeirra sem ekkert vita um þær. Ófáa sleggjudóma hafa anarkistar fengið í gegnum tíðina, þeir sakaðir um að boða einungis ringulreið og stórnleysi þegar hið raunverulega markmið anarkista er stjórnvaldsleysi eins og þeir vita sem kynnt hafa sér málið. Flestir anarkistar kannast við að hafa lent í árásum (yfirleitt ekki líkamlegum, en þó einstaka sinnum) vegna skoðanna sinna, yfirleitt af einstaklingum sem bókstaflega hafa enga hugmynd um hvað anarkismi raunverulega er.

Tögg: , ,

AðgerðakanínanÚt er komin bókin Beinar Aðgerðir og Borgaraleg Óhlýðni á vegum Andspyrnu útgáfu.

Andspyrna við valdbeitingu og óréttlæti er náttúrulegt og eðlilegt ferli í samfélögum manna. Því erum við ekki að berjast fyrir náttúruna þegar við myndum andspyrnuhópa, heldur erum við náttúran að svara fyrir sig. Við erum heldur ekki beint að berjast fyrir betra samfélagi þegar við myndum hópa sem verja mannréttindi, heldur erum við samfélag að verja sig.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in