English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu firring:
Tögg: ,

...

Gefum okkur að valið standi á milli tveggja mismunandi heima. Annars vegar heims þar sem fólk býr, gengur um götur, á í samskiptum og átökum, heims þar sem stundum skín sól, stundum rignir og stundum hvín vindur; og hins vegar heims þar sem flýtur á bylgjum, byggir á örflögum og víraleiðslum, þar sem fólk er prófæll, snertist ekki, hvorki af ást né andúð, heldur drepur tímann við að uppfæra statusinn, gefa skyndiuppfærslur af því litla sem eftir er af raunverulegi lífi.

...

Í samfélögum mannsins þjóna dýragarðar sama hlutverki og grasblettir fyrir framan bensínstöðvar. Firring mannsins er svo gegnumgangandi og umlykjandi allt hans umhverfi, að hann finnur sig knúinn til að minna sig á það einstaka sinnum að það er annað og meira til í heiminum en hann sjálfur. Grasið við bensínstöðina – sem á sér reyndar afskaplega fáar fyrirmyndir í náttúrulega umhverfinu – mætir honum á hverjum degi en það virðist vera nóg að heimsækja dýragarðinn einstaka sinnum. Og þá helst á sunnudegi.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in