English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu grænþvottur:

...

Hér að neðan er yfirlýsing hluta svartblokkarinnar í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn þann 12. desember sl. Yfirlýsingunni var dreift fyrir gönguna sem hélt svo í átt að Bella Centre, þar sem COP15, loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna átti sér stað. Stuttu eftir að gangan hófst voru rúður í dönsku verðbréfahöllinni og utanríkisráðuneytinu brotnar. Og þegar lögreglan hugðist handtaka hina svartklæddu, sem brugðust vitanlega við með herskáum hætti, reyndu meðlimir Climate Justice Action, einskonar regnhlífarhóps andófsins gegn COP15, að koma í veg fyrir að svartblokkin kæmist lengra í göngunni. Nú, þegar COP15 er löngu lokið, er umræðan um innri löggæslu og friðsemdarkröfur Climate Justice Action, rétt að byrja.

...

Nánast allir – allt frá kapítalismum til meginstraums umhverfissinna og anarkista – mæla nú með gífurlegri uppbyggingju öðruvísi iðnvæddri skipulagsgerð sem á að koma í stað hins mjög mengandi iðnaðs dagsins í dag, til að leysa vandamál loftslagsbreytinga. Þetta fólk segir að við þurfum meiri vindorku, meiri sólarorku og haforku, nýja rafmagnsbíla og orkusparandi heimilisáhöld. Ef við gefum okkur að gagnrýni á kapítalisma sé óalgeng þessa dagana, er gagnrýni á öðruvísi iðnhyggju enn sjaldgæfari. Hér eru nokkrar rökfærslur sem yfirleitt er haldið utan umræðunnar.

...

Eftirfarandi texti er þýddur af dönsku Indymedia síðunni:

Snemma morguns miðvikudaginn 16. desember, var ráðist gegn íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Eftirlitsmyndavél var gerð vanhæf með spreyi, íslenska skjaldamerkið afmyndað með sama hætti, grænni málningu var atað út um veggi hússins og á framhurð þess, og með stórum stöfum var ,,Græn orka – hreinar lygar“ m.a. skrifað.

Eftirfarandi grein mun birtast í þriðja tölublaði anarkistatímaritsins Svartur Svanur sem kemur út í desember.

greenisthenewspectacle

Nú í desember fer fram fimmtánda lofstlagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, Cop15, í Kaupmannahöfn. Búist er við miklu andófi við ráðstefnunni og fölskum lausnum hennar við umhverfisvandamálunum sem steðja að jörðinni. Svartur Svanur fjallar um ráðstefnuna, græna sjónleikinn, loftslagsbreytingar, endurlífgun kapítalismans, grunnhyggna umhverfissinna, einkavæðingu, kúgun og aukið eftirlit.

Pachauri

Í Apríl á síðasta ári kom stórstjarnan fljúgandi – væs presídent Al Gore – til Íslands og stóð ásamt Glitni fyrir uppistandi í Háskólabíói, umkringdur Glitnisvatni í plastflöskum, Viðskiptablaðinu og viðskiptaálfa á borð við Magnús Scheving. Eins og greint var frá hér á Aftöku virtist tilgangur uppistandsins fyrst og fremst vera að telja íslensku viðskipta- og stjórnmálaelítunni í trú um nauðsyn þess að koma loftslagsbreytingum inn í almannatengsla- og áróðursvinnu fyrirtækja sinna og flokka. Engin gagnrýni átti sér stað meðal áhorfenda heldur fróuðu þér sér saman yfir orðum eins og endurnýjanleg orka, grænt og hreint – og þökkuðu svo Al Gore fyrir frábæran, fræðandi og bráðnauðsynlegan fyrirlestur áður en þeir hlupu út úr salnum til að taka þátt í jeppaöngþveitinu þar fyrir utan. Allir að drífa sig aftur í vinnuna og Al Gore á leiðinni upp í Reykjanesvirkjun á bíl nr. 1.

Eco bíll minn rassÞegar ég kom hjólandi í átt að Háskólabíói í morgun var varla þverfótað fyrir glænýjum glansandi glæsijeppum, sportbílum og eigendum þeirra sem reyndu í örvæntingu sinni að finna stæði nógu nálægt bíóinu. Við bíóið var ótrúlegur fjöldi fólks sem flest virtist vera á hraðferð, of seint á viðskiptafund, fjárstýringu eða hvað annað sem peningakallar og -kellingar gera. Hver einasti maður var í jakkafötum; auðvitað ráðherrar, þingmenn, viðskiptafólk, einn núverandi og tveir fyrrverandi borgarstjórar. En líka hinir almennu valdlausu þrælar, nemendur og meira að segja íþróttaálfurinn var mættur – í jakkafötum.

Hér gefur að líta myndband nokkuð frá þessari aðgerð sem Saving Iceland og Groen Front! stóðu fyrir mánudagsmorguninn 11. febrúar sl. Njótið vel!

Grænt og gott

Á vefsíðu Alcoa á Íslandi birtist nýlega þessi frétt um einstaka góðvild fyrirtækisins. M.a. segir:

Þekkingarsetrið á Egilsstöðum ehf. hefur fengið 10 milljón króna styrk frá Alcoa Foundation til að undirbúa meistaranám á sviði umhverfis- og þjóðgarðastjórnunar.

Þekkingarsetrið á Egilsstöðum ehf. mun beita sér fyrir því að staðbundið háskólanám á Austurlandi hefjist árið 2009. Námið verður á sviði umhverfis- og þjóðgarðastjórnunar. Markmiðið er að kennsla fari fram á Austurlandi og byggi á sérstæðu náttúru Austurlands og auðveldu aðgengi að jöklum, öræfum, eldgosasvæðum og skóglendi. Einnig verður Vatnajökulsþjóðgarður vettvangur rannsókna á sviði stjórnunar og náttúru.

Hugtök á borð við óspillt náttúra, hrein orka og tengsl við náttúruna eru sífellt tengd við íslenska menningu. Landkynningar ríkisins byggja m.a. á þessari tengingu og ein slík á sér stað í Belgíu næstu mánuðina.

Hægt er að lesa meira um hátíðina og grænþvott ríkisins hér.

Sigur Rós í óspilltri náttúru.

Í lok febrúar hefst íslensk menningarhátíð í Brussel, sem stendur yfir í um fjóra mánuði. Hátíðin heitir því skemmtilega kaldhæðna nafni Iceland On The Edge eða Ísland á brúninni.

Grænþvottur

Dagskrá hátíðarinnar er skipt í fjóra flokka og ber einn nafnið Pure Energy. Í texta um þann flokk segir (lauslega þýtt): Í ferðabæklingum er hugtakið “Hrein Orka” yfirleitt notað yfir hina líflegu höfuðborg landsins, Reykjavík, en á hátíðinni táknar hún dínamískt samband menningar og (óspilltrar) náttúru. Hinn aðdáunarverði náttúrulegi bakgrunnur er ekki einungis brunnur innblásturs; heldur skapar og mótar hluta listaverkanna… eða er það kannski öfugt?

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in