English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu kapítalismi:

burtttt

Aftaka.org kveður. Eftir tvö ár af skrifum, sköpun og gjörðum er komið nóg. En það er síður en svo komið nóg af róttækri og hispurslausri gagnrýni. Það er ekki komið nóg af andspyrnu gegn ríkjandi ástandi, kerfi og menningu. Það verður aldrei nóg af henni – sama í hvernig samfélagi við búum. Gagnrýni á ekki bara alltaf rétt á sér heldur er hún forsenda þess að samskipti flæði og staðni ekki. Hún er forsenda þess að fólk finni fyrir eigin mikilvægi í því umhverfi sem það býr í og það átti sig á því að það býr í samfélagi við annað fólk, með aðrar skoðanir.

„Atvinna er andstaða sköpunar, því sköpun er leikur.“

moka-skit

Afhverju ættum við að eyða tíma okkar og orku í að vinna þegar við getum sleppt því og lifað skemmtilegu og raunverulegu lífi, þar sem við skiljum að natni við garðinn okkar skilar okkur betri næringu og að rigningin er raunverulega drykkjarvatn, lífgjafi? Það er í raun ótrúlegt og svona margir láti bjóða sér að sóa lífi sínu í að vinna fyrir fyrirtæki og stofnanir í stað þess að hafa allan tímann fyrir það sem það raunverulega langar að gera. Hvert unnið og greitt handtak innan þessa kerfis er vatn á mylluhjól samfélagsins en til hvers að láta hjól þessa samfélags snúast? Hvert hefur það leitt okkur hingað til?

...

Hér að neðan er yfirlýsing hluta svartblokkarinnar í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn þann 12. desember sl. Yfirlýsingunni var dreift fyrir gönguna sem hélt svo í átt að Bella Centre, þar sem COP15, loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna átti sér stað. Stuttu eftir að gangan hófst voru rúður í dönsku verðbréfahöllinni og utanríkisráðuneytinu brotnar. Og þegar lögreglan hugðist handtaka hina svartklæddu, sem brugðust vitanlega við með herskáum hætti, reyndu meðlimir Climate Justice Action, einskonar regnhlífarhóps andófsins gegn COP15, að koma í veg fyrir að svartblokkin kæmist lengra í göngunni. Nú, þegar COP15 er löngu lokið, er umræðan um innri löggæslu og friðsemdarkröfur Climate Justice Action, rétt að byrja.

7

,,Þeir, sem vilja leggja verulega mikið á sig til að komast ekki í jólaskap, ættu að reyna að brjótast í gegnum þennan texta . Höfundar hans líta á sig sem forystusveit aðgerðasinna til að bæta íslenskt þjóðfélag að föllnum bönkunum.“

...

Nánast allir – allt frá kapítalismum til meginstraums umhverfissinna og anarkista – mæla nú með gífurlegri uppbyggingju öðruvísi iðnvæddri skipulagsgerð sem á að koma í stað hins mjög mengandi iðnaðs dagsins í dag, til að leysa vandamál loftslagsbreytinga. Þetta fólk segir að við þurfum meiri vindorku, meiri sólarorku og haforku, nýja rafmagnsbíla og orkusparandi heimilisáhöld. Ef við gefum okkur að gagnrýni á kapítalisma sé óalgeng þessa dagana, er gagnrýni á öðruvísi iðnhyggju enn sjaldgæfari. Hér eru nokkrar rökfærslur sem yfirleitt er haldið utan umræðunnar.

...

Eftirfarandi texti er þýddur af dönsku Indymedia síðunni:

Snemma morguns miðvikudaginn 16. desember, var ráðist gegn íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Eftirlitsmyndavél var gerð vanhæf með spreyi, íslenska skjaldamerkið afmyndað með sama hætti, grænni málningu var atað út um veggi hússins og á framhurð þess, og með stórum stöfum var ,,Græn orka – hreinar lygar“ m.a. skrifað.

Eftirfarandi grein mun birtast í þriðja tölublaði anarkistatímaritsins Svartur Svanur sem kemur út í desember.

greenisthenewspectacle

Nú í desember fer fram fimmtánda lofstlagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, Cop15, í Kaupmannahöfn. Búist er við miklu andófi við ráðstefnunni og fölskum lausnum hennar við umhverfisvandamálunum sem steðja að jörðinni. Svartur Svanur fjallar um ráðstefnuna, græna sjónleikinn, loftslagsbreytingar, endurlífgun kapítalismans, grunnhyggna umhverfissinna, einkavæðingu, kúgun og aukið eftirlit.

IMG_1629

Bæjarstarfsmenn á launum hafa nú dregið alla leið frá skógum Noregs eldivið og komið honum kyrfilega fyrir á Austurvelli. Aftöku hlýnar um hjartarætur þegar hún minnist eldanna sem loguðu seinasta janúar. Þeir eldar voru mikil brjóstbirta og stór upprisuskref fyrir flesta sem tóku þátt í gleðinni. Þessvegna eru það afar upplífgandi fréttir að búið sé að koma nýjum eldivið fyrir á þessum sögulega stað. Því mikil er þörfin á að tendra stór bál á þessum annars átakasnauðu mánuðum.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in