English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu lygar:

„Atvinna er andstaða sköpunar, því sköpun er leikur.“

moka-skit

Afhverju ættum við að eyða tíma okkar og orku í að vinna þegar við getum sleppt því og lifað skemmtilegu og raunverulegu lífi, þar sem við skiljum að natni við garðinn okkar skilar okkur betri næringu og að rigningin er raunverulega drykkjarvatn, lífgjafi? Það er í raun ótrúlegt og svona margir láti bjóða sér að sóa lífi sínu í að vinna fyrir fyrirtæki og stofnanir í stað þess að hafa allan tímann fyrir það sem það raunverulega langar að gera. Hvert unnið og greitt handtak innan þessa kerfis er vatn á mylluhjól samfélagsins en til hvers að láta hjól þessa samfélags snúast? Hvert hefur það leitt okkur hingað til?

Pachauri

Í Apríl á síðasta ári kom stórstjarnan fljúgandi – væs presídent Al Gore – til Íslands og stóð ásamt Glitni fyrir uppistandi í Háskólabíói, umkringdur Glitnisvatni í plastflöskum, Viðskiptablaðinu og viðskiptaálfa á borð við Magnús Scheving. Eins og greint var frá hér á Aftöku virtist tilgangur uppistandsins fyrst og fremst vera að telja íslensku viðskipta- og stjórnmálaelítunni í trú um nauðsyn þess að koma loftslagsbreytingum inn í almannatengsla- og áróðursvinnu fyrirtækja sinna og flokka. Engin gagnrýni átti sér stað meðal áhorfenda heldur fróuðu þér sér saman yfir orðum eins og endurnýjanleg orka, grænt og hreint – og þökkuðu svo Al Gore fyrir frábæran, fræðandi og bráðnauðsynlegan fyrirlestur áður en þeir hlupu út úr salnum til að taka þátt í jeppaöngþveitinu þar fyrir utan. Allir að drífa sig aftur í vinnuna og Al Gore á leiðinni upp í Reykjanesvirkjun á bíl nr. 1.

 Bravó Moggi!

Í gær birtist á vefsíðu Morgunblaðsins frétt um ástandið á Gaza svæðinu. ,,Þúsund hafa látið lífið á Gaza” var titillinn og sagði fréttin frá því að yfir 1,000 mans hafa nú látist á Gaza, síðustu 20 daga. Og í þetta skiptið fannst fréttamönnum Mbl.is nauðsynlegt að taka það fram hvernig þeir hefðu látist – ,,í átökum Ísraela og Hamas-samtakanna”.

Og næsta klausa segir: ,,Á sama tíma eru menn orðnir vongóðir um að Hamas muni mögulega samþykkja vopnahlé og binda þar með enda á átökin.”

Tögg:

Á síðustu dögum hafa tveir þjóðþekktir skíthælar látið af störfum, annar tímabundið en hinn fyrir fullt og allt. Tryggvi Jónsson er hættur í Landsbankanum og fyrirsætu-folaldið Gísli Marteinn Baldursson hefur óskað eftir launalausu fríi frá borgarstjórn.

Gísli og Tryggvi saman í svínaríi valdastéttarinnar

Seta Tryggva Jónssonar í Landsbankanum hefur sætt mikilli gagnrýni m.a. vegna ,,óhreinnar” sakaskrár hans, þ.e. dóms sem hann hlaut í Baugsmálinu. Upp á síðkastið hefur þessi gagnrýni orðið sífellt hærri og átti kannski sinn hápunkt í mótmælaaðgerð sem átti sér stað sl. miðvikudagsmorgun í útibúum og höfuðstöðvum Landsbankans.

Tögg: ,

 Barist

Landssamband lögreglumanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir að það leggist afar illa í þrælana að almenningur láti reiði sína bitna á þeim. Snorri Magnússon, formaður félagsins bendir góðlátlega á að ,,ástandið bitni ekkert síður á lögreglumönnum en öðrum þegnum þessa lands.”

Mótmælin og aðgerðirnar sem sprottið hafa upp á síðustu mánuðum eru ekki bara mótmæli gegn kreppunni, það er ekki einungis verið að mótmæla því að efnahagsástandið sé í rúst.

Stefán

Á vikulegum mótmælum gegn ríkisstjórninni við Austurvöll, laugardaginn 22 Nóvember var óeinkennisklæddur lögregluþræll gómaður við að taka myndir af þeim sem staddir voru á mótmælunum. Aðspurður sagði hann fátt en hélt verki sínu áfram. Hér á Aftöku voru birtar myndir af þrælnum ásamt nafni hans, og vakti umfjöllunin mikla athygli. Lesendafjöldi Aftöku hoppaði margfallda hæð sína í loft upp, blaðamaður DV tók málið upp og sjálft viðfangsefnið, lögregluþrællinn litli, bað um að upplýsingarnar yrðu teknar út af síðunni.

Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur nú krafist þess að G. Pétur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu skili myndbandi sem sýnir Geir H. Haarde, snemma árs 2007, fússa við og neita að svara of óþægilegum spurningum Péturs um efnahagsmálin. Pétur velti því fyrir Geir hvort ekki væri nægilegt aðhald í ríkisfjármálum og svo fór sem fór. Myndbandið má sjá hér neðst á síðunni.

Suss

Tögg:

Heimasíðan In Defence – Icelanders Are Not Terrorists vekur nú mikla athygli, en á síðunni er hægt að skrá sig á undirskriftalistann We are not terrorists og beina þar með réttum skilaboðum til Gordons Browns.

Fjölmargir Íslendingar hafa sent síðunni myndir af sér, haldandi á pappír með skilaboðum á borð við ,,Do we look like terrorists?” því eins og réttilega hefur verið bent á hér á Aftöku líta Íslendingar alls ekki út eins og hryðjuverkamenn, enda ekki brúnir á hörund, með langt skegg og túrban.

Tögg:

Við erum sko ekki terroristar, spurðu bara Yoko! Jónas Björgvinsson er maður ársins hér á Aftöku – mikil er sú speki sem hann birti á þessari síðu.

Spurðu bara Yoko!

Tögg: ,

Skóflustunguhornið á Austurvelli

Í hádeginu í dag opnaði Skóflustunguhorn Alþingis formlega á Austurvelli. Þingmönnum, ráðherrum, starfsmönnum Alþingis, fjölmiðlum og íslensku þjóðinni var boðið að koma og taka þátt í þessari glæsilegu athöfn. Skóflustunguhornið er jú mikið þarfaþing og góð búbót fyrir valdníðinga landsins, nú þegar kreppir að. Eftirfarandi boðskort var sent á lýðinn:

Kæri viðtakandi;

Þér er boðið að vera viðstaddur og taka þátt í vígsluathöfn glænýs Skóflustunguhorns Alþingis á Austurvelli.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in