English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu mótmæli:

Á anarkistavefnum Andspyrnu birtist nýlega greinin Ímynd og ofbeldi sem beinist gegn „íslenskum anarkistum“ og þá sérstaklega þeim anarkistum sem aðhyllast ofbeldisfullar andófsaðgerðir. Eftir lestur greinarinnar virðist sem greinahöfundurinn, sem kallar sig VV, beini flestum spjótum sínum að þessari vefsíðu, Aftöku, og umræðunni sem á henni fer fram, þó hann nefni hana aldrei á nafn. Dæmin sem hann tekur til rökstuðnings á máli sínu – dæmi sem hann snýr reyndar yfirleitt út úr og fer rangt með – virðast flest koma héðan og þar af leiðandi sjáum við ekki annað í stöðunni en að halda umræðunni gangandi og svara skrifum VV.

IMG_1629

Bæjarstarfsmenn á launum hafa nú dregið alla leið frá skógum Noregs eldivið og komið honum kyrfilega fyrir á Austurvelli. Aftöku hlýnar um hjartarætur þegar hún minnist eldanna sem loguðu seinasta janúar. Þeir eldar voru mikil brjóstbirta og stór upprisuskref fyrir flesta sem tóku þátt í gleðinni. Þessvegna eru það afar upplífgandi fréttir að búið sé að koma nýjum eldivið fyrir á þessum sögulega stað. Því mikil er þörfin á að tendra stór bál á þessum annars átakasnauðu mánuðum.

Hægri menn eru mjög uppteknir af Álfheiði Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, þessa dagana. Hér gefur á að líta nokkur dæmi.

Björn Bjarnason:

Björn

Jón Benediktsson, Frelsi.is:

Frelsi.is

Amx.is:

AMX

Og áfram Amx.is:

Amx.is

Amx.is

Amx.is

Það sem okkur á Aftöku langar að vita er einfaldlega: Er þeim alvara? Trúa þeir þessu í raun sjálfir?

Ragna Árnadóttir á spjalli við einn af sínu bestu félögum

Aftöku barst tilkynning um mótmæli í hádeginu á morgun:

Niður með rasisma, niður með Útlendingastofnun! – Mótmælum brottvísun flóttamanna frá Íslandi.

Í gær, miðvikudaginn 14. okt voru 3 flóttamenn frá Írak og Afganistan sendir á vit óvissunnar í Grikklandi þar sem þeir munu dveljast við aðstæður sem Sameinuðu Þjóðirnar hafa úrskurðað að séu óviðunandi, og þá er mikið sagt. Þar munu þeir bíða þess að verða sendir aftur til heimalanda sinna í þær hörmulegu og lífshættulegu aðstæður sem knúðu þá til að yfirgefa fjölskyldur sínar og flýja land.

Almenningsálitsráðgjafinn Þorri Almennings skrifar:

…

Ég verð að viðurkenna að ég er löngu orðinn leiður á að fjalla um lögguna á vettvangi bloggblaðurs og víðar. En því miður blöskrar manni reglulega þegar augun eru rekin í öfgakenndan fréttaflutning frá valdstjórninni. Sérstaklega í aðal malgagni valdstjórnarinnar sem er Morgunblaðið undir ritstjórn Ólafs Stephenssen.

appelsínugulir bjánar

,,Þeir sem ekki vopnast munu deyja. Þeir sem munu ekki deyja eru grafnir lifandi í fangelsum, á unglingaheimilum, í steinsteyptum líkkistum úthverfanna, í kæfandi skólunum, í nýenduruppgerðum eldhúsum og svefnherbergjum, svo fagurlega skreyttum á lánum auðvaldsins.”

Þegar umfjöllunin um mótmælin 20. og 21. janúar og svo aftur um hávaðamótmælin og götupartíin í febrúar, er skoðuð kemur í ljós ógeðfeld staðreynd: Stéttskipting og elítuháttur, sem sýnir sig í útskúfun á þeim mótmælendum sem tóku sig til og réðust að lögguruglunni og grýttu.

Látum eftirfarandi tilkynningu ganga og fjölmennum:

Brennum NATO! – Mótmæli Miðvikudag og Fimmtudag.

- NÝTT OG ÁRÍÐANDI: KOKTEILPARTÍIÐ Á MIÐVIKDAGSKVÖLD HEFURVERIÐ FÆRT YFIR Á HÓTEL NORDICA. MÆTUM KL. 18:00 OG BRENNUM NATO!!! -

Daganna 28. og 29. janúar funda nokkrir NATO-skíthælar í Reykjavík með íslenskum undirlægjum sínum, þ.m.t. Geir Hilmar Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttur. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að sá fundur mun ekki fara fram samkvæmt áætlun.

Tögg:

Eftirfarandi skilaboð ganga nú um netheima og Aftaka tekur undir:

Engin mótmæli föstudagskvöld eða laugardagskvöld. Látum ekki djammmenninguna blandast mótmælunum og byltinguna blandast fylleríi. Látið ganga sem víðast.

Tögg:

Öskra, nýstofnuð hreyfing byltingarsinnaðra háskólanema hefur sent frá sér tilkynningu um aðgerð sem fyrirhuguð er á morgun við þingsetningu. Tilkynningin er svohljóðandi:

Þetta er yfirlýsing um að nú sé ekki tími yfirlýsinga, hvorki þeirra sem eru síðbúin greining á vandanum eða þeirra sem færa okkur von um að eitthvað breytist. Í augnablikinu er orðræðan öll glötuð. Engin orð eiga eftir að segja okkur meira en við vitum – kerfið er í rúst og stjórnendurnir keppast við að bjarga góssinu frekar en fólkinu í landinu. Ekki orð um það meir. Sameinumst um að öskra.

Við birtum hér með stolti ávarp Evu Hauksdóttur á Borgarafundinum í Iðnó, fimmtudaginn 8. janúar 2008.

Á borgarafundinum

Góðir fundarmenn

Ég vil byrja á því að þakka þeim sem hafa lagt á sig vinnu við að koma þessum borgarafundum í kring. Í mínum augum eru þeir hænuskref í átt til lýðræðis.

Ég mæti hingað í kvöld sem talsmaður borgaralegar óhlýðni. Það merkir ekki að ég sé hér sem talsmaður aðgerðasinna á Íslandi enda er aktivistahreyfingin ekki skipulögð samtök með stjórn eða foringjum. Aðgerðasinnar tala fyrir sjálfa sig, ekki aðra.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in