English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu siðmenning:

burtttt

Aftaka.org kveður. Eftir tvö ár af skrifum, sköpun og gjörðum er komið nóg. En það er síður en svo komið nóg af róttækri og hispurslausri gagnrýni. Það er ekki komið nóg af andspyrnu gegn ríkjandi ástandi, kerfi og menningu. Það verður aldrei nóg af henni – sama í hvernig samfélagi við búum. Gagnrýni á ekki bara alltaf rétt á sér heldur er hún forsenda þess að samskipti flæði og staðni ekki. Hún er forsenda þess að fólk finni fyrir eigin mikilvægi í því umhverfi sem það býr í og það átti sig á því að það býr í samfélagi við annað fólk, með aðrar skoðanir.

Á anarkistavefnum Andspyrnu birtist nýlega greinin Ímynd og ofbeldi sem beinist gegn „íslenskum anarkistum“ og þá sérstaklega þeim anarkistum sem aðhyllast ofbeldisfullar andófsaðgerðir. Eftir lestur greinarinnar virðist sem greinahöfundurinn, sem kallar sig VV, beini flestum spjótum sínum að þessari vefsíðu, Aftöku, og umræðunni sem á henni fer fram, þó hann nefni hana aldrei á nafn. Dæmin sem hann tekur til rökstuðnings á máli sínu – dæmi sem hann snýr reyndar yfirleitt út úr og fer rangt með – virðast flest koma héðan og þar af leiðandi sjáum við ekki annað í stöðunni en að halda umræðunni gangandi og svara skrifum VV.

...

Í samfélögum mannsins þjóna dýragarðar sama hlutverki og grasblettir fyrir framan bensínstöðvar. Firring mannsins er svo gegnumgangandi og umlykjandi allt hans umhverfi, að hann finnur sig knúinn til að minna sig á það einstaka sinnum að það er annað og meira til í heiminum en hann sjálfur. Grasið við bensínstöðina – sem á sér reyndar afskaplega fáar fyrirmyndir í náttúrulega umhverfinu – mætir honum á hverjum degi en það virðist vera nóg að heimsækja dýragarðinn einstaka sinnum. Og þá helst á sunnudegi.

Maðurinn siðmenntaði

Hvert sem þú leitar í heiminum, munt þú rata á óendanlega margar staðhæfingar um ágæti mannskepnunnar. Mannfólkið heldur þessu að sjálfsögðu sjálft fram, fullvisst um yfirburði sína yfir dýr og náttúru. Það telur sig hafa þróast fram yfir náttúruna og sigrað hana. Tækni og siðir eru þá gjarnan notaðir sem sönnunargögn fyrir því. Okkur finnst mikið koma til getu okkar að breyta hráefnum í rusl með sem minnstri fyrirhöfn og sem mestum hraða, halda lífi í fólki sem ætti að vera löngu dautt og fylgja skrifuðum og óskrifuðum reglum án umhugsunar, í þeim tilgangi að skapa nógu stóra samfélagslega sál til að auðvelda einstaklingnum að sannfæra sjálfan sig að líf hans skipti máli, svo hann geti haldið áfram að þróa tækni.

Það væri vitleysa að segja að feðraveldið risti djúpt í samfélaginu;  samfélagið er byggt á feðraveldinu og allri þeirri kúgunarfléttu sem siðmenningin er! Mótmæli eða umbætur uppræta ekki það æxli úr yðrum okkar, heldur þarf algjöran viðsnúning og niðurbrot á þessari menningu.

Því svo sannarlega dugir ekki að útrýma öllum karlkyns manneskjum af jörðinni vegna þess að konur eru ámáta miklir kúgarar á sjálfa sig og aðra. Svo líklega myndi það enda með fjöldasjálfsmorðum og borgarastyrðjöldum (sem myndi reyndar losa jörðina við þetta vandamál sem mannskepnan með sína subbumenningu er!).

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in