English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu svartur svanur:

Forsíða

Svartur Svanur flýgur af stað í þriðja sinn. Baðar út vængjum sínum, fyllir himininn svertu og rífur í sundur þöggunarþoku yfirvalda og doða almennra valdleysingja. Svartur Svanur er árás, goggi og klóm er miskunnarlaust beint gegn bæði hægri og vinstri væng atvinnustjórnmálanna. Hann er árás á ríkjandi kerfi og menningu, grunngildi samfélagsins, hefðir þess og viðurkennda hegðun. Hann er algjör höfnun á núverandi ástandi, ákall á uppreisn og óhlýðni á öllum sviðum samfélagsins og hvatning til nauðsynlegs niðurrifs og skapandi andspyrnu.

Svartur Svanur

Svartur Svanur hefur sent frá sér eftirfarandi skilaboð.

Annað eintakið af íslenska anarkistatímaritinu Svörtum Svani er komið út og nú eru vængirnir breiðari og goggurinn beittari. Fyrsta eintakið kom út í febrúar og endaði í höndum ófárra hugmyndaþyrsta einstaklinga, m.a. fjölda þeirra sem sóttu mótmælafundi Radda Fólksins á Austurvelli, sem á þeim tímapunkti voru að syngja sitt síðasta. Fyrsti Svanurinn var að vissu leyti einfaldur og auðlesinn; virkaði fyrst og fremst sem kynning á þessari hugmynd – anarkisma – sem er enn frekar ný og óþekkt hér á landi. Viðbrögðin voru vonum framar og lítið er eftir eftir af fyrsta upplaginu.

Svartur Svanur hefur sent frá sér tilkynningu:

Svartur Svanur - Tímarit Anarkista

Fyrsta tölublað nýs tímarits anarkista á Íslandi er komið út. Gripurinn heitir Svartur Svanur og er fallegasti svanurinn á allri helvítis tjörninni. Það er gamall draumur anarkista á Íslandi að standa að útgáfu tímarits sem þessa en ekki hefur orðið af því fyrr en nú. Svartur Svanur er samt ekki neitt kreppu-blað, hugmyndirnar sem boðaðar eru í því hefðu allt eins átt erindi inn í samfélagið á hátindi góðærisins. En nú er hugur fólks opinn og hugmyndir anarkista eiga allt í einu möguleika á plássi og skilningi. Svartur Svanur kemur í veg fyrir að hægt verði að afgreiða þessar hugmyndir með útúrsnúningi og innihaldslausum fullyrðingum.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in