English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu tækni:
Tögg: ,

...

Gefum okkur að valið standi á milli tveggja mismunandi heima. Annars vegar heims þar sem fólk býr, gengur um götur, á í samskiptum og átökum, heims þar sem stundum skín sól, stundum rignir og stundum hvín vindur; og hins vegar heims þar sem flýtur á bylgjum, byggir á örflögum og víraleiðslum, þar sem fólk er prófæll, snertist ekki, hvorki af ást né andúð, heldur drepur tímann við að uppfæra statusinn, gefa skyndiuppfærslur af því litla sem eftir er af raunverulegi lífi.

Tögg:

Félagarnir Marx og Engels skrifuðu um firringu hins aðrænda verkalýðs sem er sviptur afrakstri vinnu sinnar. Hann sér aldrei hinn raunverulega tilgang með öllum svitanum og mínútunum sem hann eyðir af lífi sínu nema skraufþurran launaseðilinn sem rétt svo nægir fyrir afþreyingunni sem steingeldir hann og dregur úr honum máttinn til að taka málin í sínar eigin hendur. Sú firring fyrirfinnst enn í nútímanum því hin boðaða bylting verkalýðsins hefur ekki ennþá náð að brjótast fyllilega fram og kollsteypa hinu kúgandi arðránsþjóðfélagi sem við lifum í.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in