English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu umhverfið:

...

Hér að neðan er yfirlýsing hluta svartblokkarinnar í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn þann 12. desember sl. Yfirlýsingunni var dreift fyrir gönguna sem hélt svo í átt að Bella Centre, þar sem COP15, loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna átti sér stað. Stuttu eftir að gangan hófst voru rúður í dönsku verðbréfahöllinni og utanríkisráðuneytinu brotnar. Og þegar lögreglan hugðist handtaka hina svartklæddu, sem brugðust vitanlega við með herskáum hætti, reyndu meðlimir Climate Justice Action, einskonar regnhlífarhóps andófsins gegn COP15, að koma í veg fyrir að svartblokkin kæmist lengra í göngunni. Nú, þegar COP15 er löngu lokið, er umræðan um innri löggæslu og friðsemdarkröfur Climate Justice Action, rétt að byrja.

Maðurinn siðmenntaði

Hvert sem þú leitar í heiminum, munt þú rata á óendanlega margar staðhæfingar um ágæti mannskepnunnar. Mannfólkið heldur þessu að sjálfsögðu sjálft fram, fullvisst um yfirburði sína yfir dýr og náttúru. Það telur sig hafa þróast fram yfir náttúruna og sigrað hana. Tækni og siðir eru þá gjarnan notaðir sem sönnunargögn fyrir því. Okkur finnst mikið koma til getu okkar að breyta hráefnum í rusl með sem minnstri fyrirhöfn og sem mestum hraða, halda lífi í fólki sem ætti að vera löngu dautt og fylgja skrifuðum og óskrifuðum reglum án umhugsunar, í þeim tilgangi að skapa nógu stóra samfélagslega sál til að auðvelda einstaklingnum að sannfæra sjálfan sig að líf hans skipti máli, svo hann geti haldið áfram að þróa tækni.

...

Nánast allir – allt frá kapítalismum til meginstraums umhverfissinna og anarkista – mæla nú með gífurlegri uppbyggingju öðruvísi iðnvæddri skipulagsgerð sem á að koma í stað hins mjög mengandi iðnaðs dagsins í dag, til að leysa vandamál loftslagsbreytinga. Þetta fólk segir að við þurfum meiri vindorku, meiri sólarorku og haforku, nýja rafmagnsbíla og orkusparandi heimilisáhöld. Ef við gefum okkur að gagnrýni á kapítalisma sé óalgeng þessa dagana, er gagnrýni á öðruvísi iðnhyggju enn sjaldgæfari. Hér eru nokkrar rökfærslur sem yfirleitt er haldið utan umræðunnar.

Eftirfarandi grein mun birtast í þriðja tölublaði anarkistatímaritsins Svartur Svanur sem kemur út í desember.

greenisthenewspectacle

Nú í desember fer fram fimmtánda lofstlagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, Cop15, í Kaupmannahöfn. Búist er við miklu andófi við ráðstefnunni og fölskum lausnum hennar við umhverfisvandamálunum sem steðja að jörðinni. Svartur Svanur fjallar um ráðstefnuna, græna sjónleikinn, loftslagsbreytingar, endurlífgun kapítalismans, grunnhyggna umhverfissinna, einkavæðingu, kúgun og aukið eftirlit.

...

Í síðustu viku birti Fréttablaðrið stutta frétt um fyrirætluð fjöldamótmæli í Kaupmannahöfn í desember næstkomandi, þegar Cop15, loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna fer fram. Samkvæmt blaðrinu eru ,,öfgafullir umhverfissinnar“ með það alveg á hreinu hvað gera skal í Kaupmannahofn, en á veggspjöldum og vefsíðum tengdum andófinu eru víst myndir sem sanna eiga meintar ,,öfgar“ nattúruverndarsinnana: brennandi bílar og McDonalds staðir.

Að tilefnislausu?

Þessi frétt Morgunblaðsins vakti athygli Aftöku. Titillinn – Lúxusbílar skemmdir að tilefnislausu – gefur tvennt til kynna: (1.) Að það sé einhvern tíman tilefni til að skemma lúxusbíla (2.) Að það sé ekki tilefni nema eigandi bílsins sé að einhverju leyti tengdur bankahruni síðasta hausts. Ástæða þessara hugmynda er auðvitað hin mikilfenglega hrina málningarslettna á hús og bíla útrásarvíkinga, bankastjóra og stóriðjugöndla, sem hefur í sumar gert hið gráa íslenska samfélag að einhverju miklu fallegra – og litríkara.

Skilaboð frá Saving Iceland: Vertu með frá 18. júlí í baráttunni gegn iðnspillingu svæða sem teljast til síðustu óspilltu öræfa Evrópu og taktu þátt í beinum aðgerðum gegn stóriðju!

…

Baráttan hingað til
Baráttan til varnar stærstu óspilltu öræfum Evrópu stendur enn. Síðustu fjögur sumur hafa mótmælabúðir Saving Iceland gripið til aðgerða gegn framkvæmdum á álverum, risavirkjunum og jarðvarmavirkjunum.

Grænu skyri var slett í gær, slett á skítaflokka, flokka stóriðjustefnunnar. Saving Iceland hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Ólíkt háðum meginstraums fjölmiðlum birtir Aftaka hana í heild sinni og tekur undir. 

Bjarni ben: vel hrært skyr

Saving Iceland fagnar þeim táknrænu skellum sem stóriðjuflokkarnir þrír fengu í formi græns skyrs í gærdag.

Tögg:

Nýjasta eintakið af Earth First! Action Update – yfirlits yfir beinar aðgerðir og mótmæli gegn eyðileggingu jarðarinnar er komið út og má hala niður hér. Yfirlitið kemur út á þriggja mánaða fresti og segir það nýjasta frá helstu aðgerðum Ágúst, September og Október, aðallega í Bretlandi en einnig alþjóðlega.

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in