English 
Hér sérðu bara færslur með tagginu yfirvöld:

burtttt

Aftaka.org kveður. Eftir tvö ár af skrifum, sköpun og gjörðum er komið nóg. En það er síður en svo komið nóg af róttækri og hispurslausri gagnrýni. Það er ekki komið nóg af andspyrnu gegn ríkjandi ástandi, kerfi og menningu. Það verður aldrei nóg af henni – sama í hvernig samfélagi við búum. Gagnrýni á ekki bara alltaf rétt á sér heldur er hún forsenda þess að samskipti flæði og staðni ekki. Hún er forsenda þess að fólk finni fyrir eigin mikilvægi í því umhverfi sem það býr í og það átti sig á því að það býr í samfélagi við annað fólk, með aðrar skoðanir.

Á anarkistavefnum Andspyrnu birtist nýlega greinin Ímynd og ofbeldi sem beinist gegn „íslenskum anarkistum“ og þá sérstaklega þeim anarkistum sem aðhyllast ofbeldisfullar andófsaðgerðir. Eftir lestur greinarinnar virðist sem greinahöfundurinn, sem kallar sig VV, beini flestum spjótum sínum að þessari vefsíðu, Aftöku, og umræðunni sem á henni fer fram, þó hann nefni hana aldrei á nafn. Dæmin sem hann tekur til rökstuðnings á máli sínu – dæmi sem hann snýr reyndar yfirleitt út úr og fer rangt með – virðast flest koma héðan og þar af leiðandi sjáum við ekki annað í stöðunni en að halda umræðunni gangandi og svara skrifum VV.

...

Í dag, miðvikudaginn 20. janúar, hefjast réttarhöld yfir lögreglumönnunum tveimur sem drápu hinn 15 ára Alexandros Grigoropoulos í Exarcheia hverfinu í Aþenu. Réttarhöldin fara fram í smábænum Amfissa, langt frá Aþenu og öðrum stórborgum landsins. Amfissa er dæmigerður grískur smábær með dæmigerð smábæjarvandamál, en með því að rétta í þessu heita pólitíska máli – skotárás sem leiddi af sér ótrúlegan tíma óeirða sem enn sér ekki endann fyrir – reynir gríska ríkið nú að einangra málið, fela það og loka því með þöggun.

Síðustu vikur hafa miklar gleðifréttir borist frá kjarnsteini fasismans, Ítalíu. Fyrr í desember tók heiðvirð og einstaklega heilbrigð manneskja sig til og kastaði líkani af dómkirkjunni í Mílanó í andlit Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins. Og nú á aðfangadegi kristinna jóla, tók heilbrigð skynsemi völdin á ný þegar mannskepna ein stökk yfir öryggisgrindverk og réðst á páfagöndulinn Benedikt XVI!

7

,,Þeir, sem vilja leggja verulega mikið á sig til að komast ekki í jólaskap, ættu að reyna að brjótast í gegnum þennan texta . Höfundar hans líta á sig sem forystusveit aðgerðasinna til að bæta íslenskt þjóðfélag að föllnum bönkunum.“

Eftirfarandi grein mun birtast í þriðja tölublaði anarkistatímaritsins Svartur Svanur sem kemur út í desember.

greenisthenewspectacle

Nú í desember fer fram fimmtánda lofstlagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, Cop15, í Kaupmannahöfn. Búist er við miklu andófi við ráðstefnunni og fölskum lausnum hennar við umhverfisvandamálunum sem steðja að jörðinni. Svartur Svanur fjallar um ráðstefnuna, græna sjónleikinn, loftslagsbreytingar, endurlífgun kapítalismans, grunnhyggna umhverfissinna, einkavæðingu, kúgun og aukið eftirlit.

Andófsaðferðir eru sífellt til umræðu og þannig ætti það alltaf að vera. Rétt eins og hugmyndfræði ætti aldrei að vera heilög – aldrei nokkrum einstaklingum eða hópum hinn eini og sanni óbreytanlegi kjarni málsins – ætti aðferðafræði ekki að vera það heldur.

(eitthvað í líkingu við manifestó fyrir yfirstandandi kjörtímabil… hálfu ári eftir kosningar)

Já, Aftaka hatar vinstri stjórnina, alveg jafn mikið og hvaða hægri stjórn, miðstjórn eða hvaða aðra stjórn sem mögulega gæti setið við völd.

vinstri

Af hverju?

Ekki vegna þess að Samfylkingin braut loforð sín um ,,Fagra Ísland“ – umhverfispopúlisma sinn fyrir alþingiskosningarnar vorið 2007 – um leið og hún skreið undir sæng hjá Sjálfstæðisflokknum á þingvöllum það sama vor.

...

Í síðustu viku birti Fréttablaðrið stutta frétt um fyrirætluð fjöldamótmæli í Kaupmannahöfn í desember næstkomandi, þegar Cop15, loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna fer fram. Samkvæmt blaðrinu eru ,,öfgafullir umhverfissinnar“ með það alveg á hreinu hvað gera skal í Kaupmannahofn, en á veggspjöldum og vefsíðum tengdum andófinu eru víst myndir sem sanna eiga meintar ,,öfgar“ nattúruverndarsinnana: brennandi bílar og McDonalds staðir.

Kolbrún okkar

Það er ekkert of algengt að Aftaka birti gestapistla hér á síðunni – en nú verður breyting þar á. Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu sendi Aftöku pistil sem okkur er mikill heiður að birta. Kolbrún er að skríða upp metorðastigann sem pistlahöfundur og gengur bara nokkuð vel – Aftaka þurfti aðeins að lagfæra nokkrar setningar. Vonandi verður framhald á þessu, en gjöriði svo vel: Kolbrún Bergþórs, Að bjarga heiminum.

— — —

Aftaka er knúin af WordPress.
RSS: Færslur/Viðbrögð
Log in